Neytendur og fjármál stjórnmálaflokka

Stjórnmálastarf kostar oft nokkurt fé. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, safnaði ógrynni fjár til kosningabaráttu sinnar en megnið af því fólst í mörgum, smáum framlögum. Neytendur hafa ekki sömu burði og fyrirtæki til þess að styrkja stjórnmálaflokka. Þess vegna velti ég því fyrir mér í  fyrsta pistli mínum um neytendamál fyrir rúmum tveimur árum hvort hagur neytenda myndi vænkast eftir að  hámark var sett á styrki til stjórnmálaflokka með lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra sem tóku gildi 1. janúar 2007.

 

Þá spurði ég hvort möguleikar á sjálfstæðum, íslenskum réttarbótum myndu aukast í kjölfar laganna; niðurstaða mín var

 

að áhrif einstakra fyrirtækja minnki að líkindum mikið og að áhrifamöguleikar fyrirtækja í heild minnki e.t.v. nokkuð eða jafnist fremur út þegar á heildina er litið. Að sama skapi tel ég líklegt að hlutfallsleg áhrif neytenda og almannasamtaka aukist í samræmi við framangreint.

 

Mér sýnist þessi fyrsta birting Ríkisendurskoðunar á framlögum til stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007 staðfesta bjarta von um úrbætur á þessu sviði - svo að hagur neytenda á að geta vænkast þar sem framlög frá fyrirtækjum eru takmörkuð. Sérstaklega er ánægjulegt að lögin skuli túlkuð þannig að birta skuli heiti hvers fyrirtækis sem styrkir hvern stjórnmálaflokk en á því átti ég satt að segja ekki von er ég ritaði pistlilinn.

 

Í pistlinum bar ég einnig þessa niðurstöðu mína saman þann tilgang laganna

 

draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið.

 

Rökstuddi ég það mat mitt að líklegt væri að lögin 

 

dragi úr hættu á hagsmunaárekstrum stjórnmálamanna gagnvart hagsmunum fyrirtækja - en af því leiðir ekki að lögin útiloki hagsmunaárekstra; því þurfa neytendur og fulltrúar þeirra, stofnanir og almannasamtök áfram að vera á verði. Þá er e.t.v. ofsagt að lögin tryggi gagnsæi í fjármálum stjórnamálastarfsemi en væntanlega auka þau gagnsæið enda hefur það nánast ekkert verið. Vonandi eykst traust - neytenda t.a.m. - á stjórnmálastarfsemi en það er komið undir framhaldinu og hegðun stjórnmálafólks og aðhaldi neytenda og annarra. Þá hef ég trú á því að lýðræði eflist og hlutfallsleg áhrif neytenda geti aukist með lögunum þar sem dregið er úr möguleikum fárra stórra fyrirtækja til þess að hafa áhrif á stjórnmálaflokka og frambjóðendur.

 

Meginatriði laganna rakti ég svo:

 

  • Hámark árlegs stuðnings einstaklings eða lögaðila til stjórnmálaflokka eða frambjóðenda verður 300 þús. kr. á ári.
  • Stuðningur hins opinbera verður aukinn í  staðinn.
  • Óheimilt er að taka við öðru framlagi frá opinberum aðilum.
  • Óheimilt er taka við framlögum frá óþekktum gefendum.
  • Óheimilt er að taka við framlögum frá opinberum fyrirtækjum.
  • Óheimilt er að taka við framlögum frá erlendum aðilum.
  • Flokkar og frambjóðendur hafa upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun.
  • Birta skal nöfn allra lögaðila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi.
  • Ríkisendurskoðun fer yfir reikningsskil stjórnmálaflokka og frambjóðenda.
  • Brot gegn lögunum geta varðað refsingu.

 

Pistilinn má lesa hér.


mbl.is Samanlagt tap stjórnmálaflokkanna 281 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.