Brýnt neytendamál fengist rætt betur að loknu stjórnlagaþingi

Mér sýnast umræður í bloggfærslum um þessa frétt staðfesta mál mitt; í færslu í gærkvöldi vék ég að því að umræður um þingmálið (snemmbúna útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar vegna skuldavanda heimilanna) og umræður um þær umræður - í þingnefnd og í þingsal - sýndu að næsta mál á dagskrá  - stjórnlagaþing - væri brýnt mál, jafnvel neytendamál.

 

Hér virðist mér ekki aðeins vera fyrir hendi dæmi um vantraust milli meirihluta og minnihluta Alþingis heldur milli þings og þjóðar; málefnalegt álitaefni varð að ómálefnalegri umræðu vegna þess að löng umræða á þingi á Íslandi er - réttilega - skilgreind sem málþóf! Það er galli á ríkjandi stjórnskipulagi.

 

Þess vegna var  ákveðið í þetta skipti að Alþingi hefði ekki forystu um endurskoðun stjórnarskrárinnar að þessu sinni.


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það bókstaflega hrópar til þjóðarinnar á hverjum degi hve brýnt er að breyta stjórnarskránni. Ég held því miður að það sé rétt að Sjálfstæðismenn eru tilbúnir í ýmislegt til að tefja frumvarpið um stjórnlagaþingið og að gera ríkisstjórnina og einstaka þingmenn tortryggilega í augum kjósenda.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.3.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: TARA

Það er alveg ljóst að EINHVERJIR eru að tefja málið...og það kæmi sér vel fyrir flesta ef þingmenn myndu snúa sér beint að málefninu en enn ekki endalausum hártogunum. Útborgun séreignarsparnaðar myndi hjálpa fjölmörgum heimilum.

TARA, 11.3.2009 kl. 18:47

3 identicon

Sæll Gísli.

Það var nú gangandi þráður í öllum umræðum hér á meðan Geir var við lýði og fólkið vildi hann frá,

að farið yrði í stjórnlagabreytingar og það er svo sannarlega satt.

En hvað þarf að knýja fram núna

er ekki sjálfstæðismanna,

þeir sögðu sig frá þessu eins og óþekk börn.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband