Réttlætið sigrar

Dómurinn sýnir sjálfstæði dómstóla gagnvart löggjafanum. "Kerfið" er því ekki alslæmt eins og stundum virðist almannarómur. Fyrir nokkrum árum - þegar fréttakona RÚV birti það svar Árna Johnsens alþingismanns að margumspurðir steinar, keyptir í ríkisreikning hjá Þjóðleikhúsinu, væru "geymdir" á ónefndum eða góðum stað gaf ólöglærður samstarfsmaður minn til kynna vantraust sitt á kerfinu með því að segja á kaffistofunni á þáverandi vinnustað eitthvað á þá leið að þingmaðurinn myndi auðvitað sleppa eins og aðrir "í kerfinu."

 

Þrátt fyrir ónógt sjálfstæði dómsvaldsins hérlendis undanfarin ár hafði ég þó enn nægilegt traust á kerfinu til þess að slá því strax föstu að Árni myndi segja af sér og yrði vitaskuld dæmdur í fangelsi - og gott ef ég giskaði ekki nokkurn veginn rétt á 2ja ára fangelsisdóm, ef ég man rétt, í ljósi þeirrar opinberu trúnaðarstöðu sem hann gegndi (og gegnir reyndar að nýju eftir uppreisn æru frá handhöfum forsetavalds og nýja kosningu til Alþingis nokkrum árum síðar).

 

Þetta rifja ég upp til þess að minna á að þrátt fyrir ýmsa galla (bæði kerfislæga og persónubundnari) á réttarkerfi okkar - sem við leitumst vitaskuld ávallt við að laga - er kerfinu treystandi til margs þó að sumum hafi þótt biðin löng þar til aðgerðir hófust.

 

Réttlætið mun sigra.


mbl.is Lögin gegn stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Það hefði ekki verið neitt minna en stjórnskipunarlegt stórslys ef dómsvaldið hefði úrskurðað á annan hátt og grafið grunninn undan Magna Carta ákvæði stjórnarskrárinnar. Hefði þar seinasti naglinn verið rekinn í kistu orðstýs Íslands í samfélagi siðaðra þjóða.

Valan, 10.2.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk fyrir góða athugasemd Vala - og þakka þér upplýsandi nálgun á stjórnarskrána íslensku undanfarið á bloggi þínu; nokkuð sem ég las af athygli eftir á gæti hugsað mér að rökræða við tækifæri - svo sem þingrofsréttinn og valdmörk forseta.

Gísli Tryggvason, 10.2.2009 kl. 00:19

3 Smámynd: Valan

Sjálfsagt mál

Valan, 10.2.2009 kl. 01:23

4 Smámynd: TARA

Sem betur fer virkar oftast nær, en því miður ekki alltaf og kanski í alvarlegri málum....en það þarf líka mörgu að breyta í sjórnarskránni og landslögum.

TARA, 10.2.2009 kl. 14:03

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sjálfur er ég á leið að stefna Gamla Landsbankanum. Hvorki mér eða lögmanni mínum kom til hugar að ræða "hindrunina" í ólögunum. Lögin eru "voru" fyrst og fremst skömm fyrir löggjafann, Alþingi og Forseta Íslands.

En sá sem bara hefði lesið  Hæstaréttardóma frá 1940 til 1980 hefði ekki búist við þessari niðurstöðu.

Varðandi Árna Johnsen þá kom 15 mánaða héraðsdómur mér á óvart fyrir hörku líka Jónatani Þórmundssyni refsiréttarprófessor. Hvað þá 20 mánaða dómur Hr. Mín tilfinning var sú að Hr. hefði verið að "taka til" á kostnað Árna, það veitti svo sem ekki af.

Alltaf er ég meira og meira hrifinn af Völu. Hún er sem vorblær inn í lagaumræðuna á Íslandi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.2.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband