Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Edrú, á leiðinni á Vog!
Margir hafa notað þá samlíkingu við mig undanfarið að Ísland sé eins og alkóhólisti sem vill fá hjálp - en treystir sér ekki til þess að hætta að drekka (strax); ef sú samlíking er rétt er ég ekki frá því að af ummælum forystufólks ríkisstjórnarinnar í fréttum nú í kvöld megi ráða að á þessu sé að verða breyting - það er runnið af okkur og við erum að bíða eftir plássi á Vogi.
Flestir, sem hafa átt í erlendum samskiptum (eins og ég hef átt í nær tvo áratugi við norræna kollega), kannast sjálfsagt við spurningar eins og þessa frá samstarfsaðilum erlendis frá undanfarin misseri:
Hvaðan koma allir peningarnir?
Mér varð oft svara vant þó að ég hafi stundum getað bent á þann óumdeilanlega styrk landsins sem felst í sterku og þróuðu lífeyriskerfi - og stend við það - og á það fjármagn sem leystist úr læðingi með einkavæðingu bankanna og áður með framseljanleika kvótans - og held mig enn við það. Aðalsvarið var hins vegar væntanlega að út á þetta fé og annað var tekið meira fé að láni - meira fé en samrýmdist stærð landsins og kerfi.
Ekki get ég nú - frekar en aðrir sem hefðu átt að sjá það fyrir - sagt að ég hafi búist við þessu algera hruni bankakerfisins (en kannski gjaldmiðilsins) eða djúpri kreppu í kjölfarið; hitt er annað að ég hefði eins og fjölmargir aðrir átt að gera mér grein fyrir að það gat ekki gengið endalaust að fá sífellt meira fé að láni sem við Íslendingar virðumst hafa lifað fyrir sem heild. Helgina sem Glitnir hrundi (og spilaborgin öll í kjölfarið) fann ég hins vegar á mér - að eitthvað alvarlegt var að.
Þá var það líklega of seint. Kannski ætti maður oftar - og fyrr - að tjá hug sinn hreint út ef maður finnur eitthvað á sér.
IMF: Íslendingar verða að breyta um stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ættum við þá ekki að gera eins og Robert Z. Aliber hagfæðingur og íslandsvinur leggur til að samþykkja skilmála IFM en hafna láninu þar sem ákveðin hætta er á áframhaldandi eyðslu ef við tökum lánið.
Vilborg Traustadóttir, 13.11.2008 kl. 21:06
Sæll Gísli.
Já það hefði verið gott ef þú og margir aðrir hefðu sagt hug sinn. En þeir voru nú ótal margir sem sögðu hug sinn og vöruðu við, ekki síst útlendingar, en þeim var sagt að þeir væru bara öfundsjúkir.
Dramb er falli næst, það sannast nú á Íslendingum. Dramblát þjóð, svo sannarlega.
Kristján G. Arngrímsson, 13.11.2008 kl. 21:13
Takk fyrir þetta.
Sæl Vilborg; gaman væri að heyra í Aliber á morgun úr því að ekki var hlustað á hann í vor!
Sæll Kristján; ég var nú m.a. að reyna að koma því að ég sagði einmitt hug minn ("Geir ekki koma heim..." - fyrr en búið væri að bjarga málum) svo að sumum þótti nóg um - en þá var það of seint enda ekki mitt sérsvið.
Gísli Tryggvason, 13.11.2008 kl. 21:29
Nei, það voru örugglega fáir sem sáu fyrir að allt myndir hrynja svona 1,2 og 3.
En eftir á að hyggja þegar maður lítur yfir sviðið, þá er ég hissa að þeir sem stjórnuðu kerfinu svo sem Seðlabanki og FME að maður tali nú ekki um fólk sem kosið er sem fulltrúar á Löggjafarþinginu, Ríkisstjórnin og stofnanir allar... hámenntað fólk, að það skyldu ekki miklu miklu fleiri þar sjá hættumerkin og váboðana mikið mikið fyrr. Nánast strax í byrjun.
Því svo margir þættir efnahags og fjármálalífsins sýndu teikn á undanförnum árum sem merkja - sérstaklega ef nokkrir fara saman - big proplem. Hagfræðilega séð voru þeir ávísun á vandamál.
Mér finnst að fleiri hefðu átt að sjá viðvörunarljósin og heyra í viðvörunnarbjöllunum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.