Laugardagur, 4. október 2008
Yfirlit yfir öryggi og áhættu vegna sparifjár neytenda
Frá upphafi þessarar gjörningaviku hef ég með aðstoð sérfræðinga og hagsmunaaðila leitast við að upplýsa neytendur um þær formlegu reglur og óbeinu viðhorf sem gilda um tryggingar á bankainnistæðum og áhættufé og nú síðast stöðu lífeyrissjóða. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að
- neytendur séu upplýstir um rétt sinn og hagsmuni en einnig gert í því skyni að
- árétta mismunandi öryggi eftir því hvaða form er á sparnaði og loks til þess að
- fyrirbyggja óþarfa ótta - sem var fyrirsjáanlegur og sýndi sig með vaxandi þunga eftir því sem leið á vikuna.
Þetta hef ég bæði gert á neytendabloggi þessu (http://neytendatalsmadur.blog.is/) og á formlegri vefsíðu embættis talsmanns neytenda (http://www.talsmadur.is/), svo og í fjölmiðlum eftir því sem þeir hafa séð fréttaefni til.
Reyndar birtist upphaflega frétt um lágmarksinnistæðutryggingar o.þ.h. á vefsíðu talsmanns neytenda í febrúar sl.
Hér á eftir er smá yfirlit yfir fréttir og pistla á vefsíðu talsmanns neytenda, þ.e. eigin skrif og með gestaskrifum fulltrúa þeirra sjóða sem um er að ræða, þ.e. á fimmtudag (með frétt um upplýsingar frá Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta), og föstudag (með gestapistli frá Landssamtökum lífeyrissjóða). Eftirfarandi eru tenglar á sjálf skrifin ásamt dagsetningu og fyrirsögn - en neytendabloggið hefur fyrst og fremst vísað á þau vefskrif enda er bloggið meira lesið:
- 11.2.08: Upphafleg frétt um formlega, lagalega tryggingu auk ábendingar um óbeina (pólitíska) ábyrgð - "Neytandi tryggður fyrir allt að um 2 millj. kr. hjá hverjum banka" (http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=737);
- 30.9.08: Ábending um óbeina (pólitíska) ábyrgð auk áréttingar á formlegri, lagalegri tryggingu - "Bankainnistæður njóta óbeinnar ríkisábyrgðar auk beinna lágmarkstrygginga" (http://www.talsmadur.is/Pages/55?NewsID=892);
- 2.10.08: Formlega, lagalega tryggingin - fyrst og fremst á innistæðum - "Hvað tryggir Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta?" (http://www.talsmadur.is/Pages/55?NewsID=896);
- 3.10.08: Staða lífeyrissjóðana - "Lífeyrissjóðir landsmanna langtímafjárfesting" (http://www.talsmadur.is/Pages/55?NewsID=901).
Í fyrsta, öðru og síðasta tilvikinu er vísað á nánari vefsíður, lög eða pistla en í þriðja tilvikinu eru svör við flestum spurningum sem vaknað hafa hjá neytendum undanfarna daga.
Í vikulokin og um helgina hef ég leitast við að fá sérfróða aðila til þess að skrifa sambærilega kynningu á reglum og sjónarmiðum um öryggi og áhættu við séreignarlífeyrissparnað landsmanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.