Sammála - Þorsteini!

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og fyrrverandi ráðherra efnahagsmála m.m., skrifar leiðara undir fyrirsögninni Nei í Fréttablaðinu í dag. Sjálfur hef ég ekki alltaf verið mikill orðstílisti og hef oft skrifað full þungt lagamál - sem á ekki alltaf við. Mér finnast leiðarar Þorsteins líka stundum hafa verið tyrfnir; þessi leiðari er þó á léttu máli. Kannski skil ég bara aðra lögfræðinga betur en hagfræðinga. Ég verð hins vegar að segja:

 

Mikið er ég sammála Þorsteini um þetta mál.

 

Þó að hér sé kannski um að ræða stærsta neytendamál landsins hef ég reynt að halda mig frá því að tjá mig um val á gjaldmiðli enda sé það frekar stjórnmálamanna að leysa úr því; Þorsteinn bendir hins vegar á - og rökstyður það á gagnorðan hátt - að svarið við því hvort lausnin megi bíða sé:

 

Nei.


mbl.is Evra er ekki lausn á verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Sammála er ég þessum þönkum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Íslenska er ekki mál lögfræðinga. Margar ambögur í íslensku máli hafa líka ratað inn í lög og reglugerðir. Skoðaðu til dæmis lög um skipulag og byggingar. Þar er allsstaðar talað um byggingarfulltrúa og byggingarreglugerðir. Auðvitað á þetta að vera með einu r-i. Byggingafulltrúar og bygginganefndir ásamt byggingareglugerðum fjalla um margar byggingar en ekki eina. 

Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 07:54

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Það kann að vera rétt en margir lögfræðingar hafa þó verið mikilir stílistar. Stíllinn má þó aldrei koma niður á merkingunni, eðli málsins samkvæmt - eins og við segjum. Um þetta með "r"-ið er ég ekki sammála þér því samsett orð í íslensku ku myndast með tvennum hætti - annað hvort með stofni (bygging) eða eignarfallsendingu (byggingar); sjálfur bý ég við einstaka sérvisku varðandi kærleika til síðarnefndu tegundarinnar og set því "r" sem víðast og skrifa bifreiðarstæði og titlaði mig lengi framkvæmdarstjóri - en viðurkenni að það er mjög umdeil(anleg)t. Myndirðu ekki viðurkenna fæðingardeild?

Gísli Tryggvason, 14.9.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband