Hafa neytendur mannréttindi?

Ég hef í gegnum tíðina verið ákafur stuðningsmaður - og gjarnan notandi - almenningssamgangna en þetta endurtekna frumkvæði frá í fyrra um gjaldfrjálsan strætó fyrir (suma) nema hefur leitt til fyrirspurna til mín um mismunun eftir aldri og stöðu. Sjálfur hef ég einkum velt fyrir mér álitamálinu um hvort rétt sé og eðlilegt að gera slíkan greinarmun á nemendum eftir lögheimili; er það mismunun eftir búsetu og er hún þá í lagi ef svo er?

 

Ég lét á sínum tíma málið ekki til mín taka formlega en lýsi eftir sjónarmiðum neytenda um þetta. Síðar í vikunni á ég að halda erindi hjá Háskólanum á Akureyri um það álitamál hvort neytendur hafi mannréttindi.


mbl.is Margir nemar sækja um strætókort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú ekkert nema eðlilegt að einstaklingum sé mismunað eftir lögheimilum, enda verið gert lengi.  T.d. varðandi dagheimilispláss, skólavist og þar fram eftir götunum.

Hitt er líka að einstaklingar greiða misjafnlega háa útsvarsprósentu eftir því hvar þeir búa.  Ætlar "umboðsmaðurinn" að "hjóla" í það?

G. Tómas Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 15:52

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll

Mig langar til að koma með fyrirspurn :

Í fyrradag sagði konan, sem heldur um fjármálin, við mig: "Kristján nú set ég þá reglu að þegar þú ferð út í búð og verslar, og þetta á við allar verslanir, að þá greiðir þú vöruna ekki við kassann heldur kemur þú með vörurnar heim og ég fer svo innan þriggja daga og geri vörurnar upp".

"Á ég þá bar að labba framhjá kassanum manneskja?"

"Nei! Bjáni ertu, þú lætur auðvitað reikna vörurnar út og kemur með miðann til mín"

"Og hvað á ég að segja þegar spurt er um greiðslu"

"Ég var að segja það áðan maður, þetta eru bara nýjar reglur sem ég var að setja og þeir verða bara að tala við mig ef þeir hafa eitthvað við þetta að athuga, skiluru þetta ekki mar! Þetta eru bara reglur sem þér eru settar og þér ber að fara eftir þeim".

Góði Gísli ég hef ekki þorað að fara út í búð, hvað á ég að gera og ísskápurinn er að verða tómur?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 16:35

3 identicon

Ég geri engan greinarmun á nemendum og venjulegu fólki. Hvort sem þeir eru vinnandi lærandi, atvinnulausir eða öryrkjar. Ísland er bara lítið land og auðvitað eiga allir að hafa sama rétt hvort sem þeir eiga lögheimili í Reykjavíkursveit eða Svalbarðshreppi.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk fyrir ábendingarnar og dæmin sem tengjast færslunni. Hér er tengill á frétt um ráðstefnuna þar sem að vísu er meira fjallað um formið en efnið sem var umfjöllunarefni mitt og ég set kannski á netið: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item225884/. Ég skil ekki alveg dæmisögu Kristjáns.

Gísli Tryggvason, 12.9.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll

Dæmisagan fjallar einfaldlega um viðskipti tveggja viðskiptamanna, neytanda og seljanda og spurninguna hvort að það sé bara seljandinn sem geti sett reglur og skilyrði í viðskiptum þeirra. Þar sem þetta er virðuleg síða eiga skoðanir mínar á íslenskum neytendum tæpast erindi hér inn og hvernig þeir hafa verið tamdir síðan 1262.

Hver hefur ekki heyrt setninguna: "Ja! þetta eru bara reglur sem okkur eru settar" af munni búðarþjóns, á meðan þessari setningu hefur verið útrýmt úr orðasafni Tollstjóra og jafnvel Sýslumanns.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.9.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband