Meira klám

Af hverju erum við að hneykslast á því hver niðurstaðan er - þegar rangur aðili er spurður?

 

Vissulega er það rík tilhneiging - eins og ég hef, síðast í dag, bent á - að Íslendingar rífist frekar um hver á að ákveða en hvað á að ákveða.

 

Það er nú einu sinni þannig að við höfum á Íslandi ákveðna reglu um það  hver takmarki svokallað atvinnufrelsi sem stjórnarskráin tryggir (ekki kvenfrelsi):

 

Það er löggjafinn - ekki einstakar sveitarstjórnir.

 

Þetta hefur ekkert með það að gera að ég þykist vera feministi eða að ég hafi starfað í mörg ár við að rétta hlut (háskóla)kvenna. Við verðum bara að banna þetta með lögum ef við viljum.


mbl.is Nektardans á Óðali og Vegas heimilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Já sammála þér ! það þarf að fá strippklúbba fyrir konur líka ! ekki spurning, samt er nú alltaf góður slatti af konum á strippstöpum, kannski afþví þær eru samkynhneigðar ... hver veit, annars vill ég benda á fína grein hérna

Sævar Einarsson, 29.8.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Gott að þú er komin í málið Gísli, ég held að það sé okrað á einkadönsum. Það væri fróðlegt að vita hverjir eru fórnarlömb á þessum stöðum.

Eitt sinn kom ég inn á svona stað, þá var mikið panik við barborðið því posinn vildi ekki taka meira hjá einhverjum sem hafði verslað einkadans fyrir 100,000 karl.

Stuttu seinna hitti ég þessa stelpu sem lenti á þessum blanka náunga og ég gat ekki annað en spurt hana hvernig hefði farið. Þetta var ekkert mál svaraði hún, klukkan 12.00  gat hann keypt fleiri dansa fyrir annan 100,000 karl, svo átti hann 40,000 á öðru korti, svaraði stelpan og brosti útaf eyrum.

Það hefði verið fróðlegt að spyrja þennan náunga hvort hann hafi verið jafn ánægður með viðskiptin og stelpuskjátan. 

Sturla Snorrason, 29.8.2008 kl. 00:32

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ekki get ég sagt að ég sé "kominn í málið" þó að ég bendi á að málið heyri samkvæmt stjórnarskrá frekar undir löggjafann en sveitarstjórnir - en ef nektar-neytandi leitar til mín með þetta vandamál sem þú nefnir, Snorri, þá skoða ég það.

Gísli Tryggvason, 29.8.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband