83% á villigötum?

Ég er þá í góðum hópi samkvæmt þessu þar sem margir áhrifaaðilar og hagfræðingar telja mig á villigötum er ég hef rökstuddar efasemdir um réttmæti á núverandi fyrirkomulagi þess ríkisvarða og nokkuð sjálfkrafa skipulags að lántakandi (gjarnan neytandi, einkum vegna húsnæðislána) beri alla áhættuna af þeirri óvissu þróun sem verðlag á bensíni, brauði og banönum felur í sér - ofan á ágæta vexti. Þarna er rætt um að afnema verðtryggingu - en ég hef gefið í skyn að ef maður kemst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag "verðtryggingar" standist ekki þá sé það sjálfstæð ákvörðun hvað taki við.

 

Málið er a.m.k. ekki svart/hvítt eins og margir virðast hafa talið í hartnær 30 ár en auðvitað eru rökin - en ekki fjöldinn - með og á móti aðalatriðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

83% á villigötum?

Skil ekkert í þessum 17%!

Spurningin hefði eins getað verið:

"Viltu losna við að greiða vexti af lánunum þínum"

 Meira að segja lögfræðingar ættu að vita að svör við heimskulegum spurningum verða ekki gáfulegri en spurningin! :)

Þú veist það alveg eins vel og ég að á meðan við erum með´íselnsku krónuna - þá verðum við að haf aval um verðtryggingu.

Væri ekki nær að þú ræðir um kjarna málsins - að það verði að skipta um gjaldmiðil?

Hallur Magnússon, 29.8.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Gott að eiga þig að, Hallur; ég reyni að halda mig frá efnahagsmálum og stjórnmálum eins og evrumálið er en meðan stjórnmálamenn halda fast við krónuna er þetta eitt brýnasta neytendamálið.

Þú ræðir þetta út frá hagfræði - þetta er kostnaðurinn miðað við spána og væntingarnar.

Ég ræði þetta út frá lögfræði - undirskrifaður samningur gildir bara um smæsta hluta 25-40 ára samnings; þróun (heimsmarkaðs)verðs á banönum, brauði og bensíni ræður meginhluta endurgjalds neytandans. Á erlendum málum heitir þetta "blanco check" en yfirleitt er með slíku átt við að viðsemjandinn fylli í eyðurnar að geðþótta; hér er ekki einu sinni slíku til að heilsa.

Gísli Tryggvason, 29.8.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband