Dómararannsókn - fyrir staðreyndirnar

Þó að ég sé gamall herstöðvarandstæðingur ætla ég ekki að tjá mig mikið um vopnleysisstefnuna hér og nú en ég er henni ekki fráhverfur í fljótu bragði. Ég vildi bara koma þeirri skoðun á framfæri að ég vona að það sé fordæmisgefandi að ráðherrar kalli dómara - starfandi eins og stundum í Danmörku en gjarnan fyrrverandi eins og í þessu tilviki - til rannsóknarstarfa í umdeildum álitamálum sem ekki heyra augljóslega undir þá úrlausnaraðila og aðhaldsstofnanir sem fyrir eru.

 

Við Íslendingar þurfum á því að halda að óvilhallt og pólitískt óumdeilt fólk eins og þessir virtu, fyrrverandi hæstaréttardómarar, þ.e. Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson (að mig minnir þó að það komi ekki fram í tilvísaðri frétt), greini álitamálið fyrst. 

 

Nei, það er ekki til þess að lögfræðivæða þjóðfélagið eða gera sérfræðinga að yfirdómurum alls; það er til þess að við Íslendingar getum hætt að deila um staðreyndir og farið að ræða af alvöru um matsatriði og eyða orkunni í að komast að niðurstöðu um pólitískt mikilvæg álitamál, t.d. í kjölfar umdeildra mála.

 

Þessi hefð til dómararannsókna samkvæmt skýru erindisbréfi hafði áhrif á mig sem ungan mann í Danmörku og fór ég í kjölfarið í lögfræði.

 

Ég hef ekki haft tíma til að blogga um þetta fyrr - en auk þess fannst mér fyrirsögnin í einu dagblaðana í gær flott:

 

Vopnin kvödd.


mbl.is Mótuð verði skýr stefna um störf friðargæslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband