Takmarkanir kapitalismans

Jafnvel félagshyggjumenn og aðrir jafnaðarmenn hafa fyrir löngu viðurkennt kosti kapitalisma við að stuðla að framleiðni og samkeppni ef aðrar aðstæður eru fyrir hendi. Einn ókosturinn (eða "markaðsbresturinn" eins og hagfræðingar kalla það sennilega) rifjaðist upp fyrir mér þegar ég ræddi við vin minn einn sem hafði líka átt við bakvandamál að stríða árum saman. Auk þess að teygja og æfa eru töflur nauðsynlegar þegar bakið brestur. Ég hafði átt í þessum vanda í 1-2 áratugi þegar bakið gaf sig gjörsamlega eftir nokkra duglega hjólatúra eitt sumarið; gekk ég skakkur í nokkrar vikur.

 

Iðnaðarmaður einn vænn og vandaður mér bjargaði mér með því að gauka að mér hálfu töflubréfi af ónefndum töflum; ég undraðist jafnt töframátt þeirra (án aukaverkana) og það að ég hefði aldrei heyrt af þeim áður. Undrun mín fullkomnaðist þegar ég komst að því að þær kostuðu furðu lítið miðað við ýmis önnur lyf sem ég þekkti og notaði. Vinur minn hafði nákvæmlega sömu sögu að segja.

 

Mig grunar að þetta ónefnda töfralið skapi ekki næga framlegð til þess að lyfsalar (og jafnvel framleiðendur töfratöflunnar) eyði púðri í að markaðssetja það; látum það vera. En að hvorugur okkar - eftir áratuga bakvandamál - hefðum nokkurn tímann heyrt af grundvallarlyfi frá lækni okkar vekur furðu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Gísli

Þú ert að standa þig vel þessa dagana!

Baráttukveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.8.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk Gudbjorn; veitir ekki af studningi enda ekki allir sammala ther.

Gísli Tryggvason, 20.8.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.