Bannað að mismuna hinsegin neytendum

Í tilefni Hinsegin daga er vakin athygli á umfjöllun um að refsivert er að mismuna neytendum á grundvelli kynhneigðar:

 

Neytendur njóta mannréttinda - þannig að ekki má t.a.m. mismuna þeim vegna kynhneigðar eða annarra tilgreindra ástæðna. Þetta áréttar talsmaður neytenda í tilefni "Hinsegin daga" sem hófust í dag.

 

Sjá nánar frétt hér í gær á heimasíðu talsmanns neytenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og er tilefni fyrir þess að vekja sérstaka athygli á þessu? Eða er aðeins um að ræða einhverja þörf talsmanns neytenda til að slá sér upp og auglýsa sjálfan sig?

Mér sýnist á heimasíðu talsmanns neytenda að þú hafir auglýst eftir slíkum tilfellum í fyrra enda hafi þér þá ekki verið kunnugt um slíkt. Hefur sú auglýsing skilað sér í slíkum tilkynningum? Það er ekki að sjá.

Satt bezt að segja sýnist mér að hér sé aðeins einhver þörf fyrir auglýsingu á eigin ágæti að ræða.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Mig grunar reyndar að þörf sé á að minna þessi mannréttindi og önnur.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

AUÐVITAÐ MÁ EKKI MISMUNA, HVERJUM DETTUR ÞAÐ Í HUG ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.8.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thad er bara mjøg gott mál ad thú takir thessi mál upp, og gott mál ef thad er ekki mikid um thetta. En thad er líklega alltaf thørf á, ad minna á thessa hluti, líka til ad halda thví nidri. Keep up the good work !!!

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk; eitt af lögbundnum hlutverkum talsmanns neytenda er að kynna réttarreglur um neytendamál og vefurinn og bloggið eru virkir miðlar til þess.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 12:38

7 identicon

Ekki gleyma því að ríkiskirkjan hefur mismunað fólki á grundvelli kynhneigðar lengi lengi... og hún gerir það enn... því hún er bara með yfirklór með giftingar og svoleiðis.

Ég myndi ekki segja orð ef þetta væri sjálfstætt starfandi kirkja.. en hún er það ekki, hún er partur af ríkinu og því stundar ríkið mismunun á grundvelli kynhneigðar.
Amen

DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:00

8 Smámynd: Gísli Tryggvason

Mannréttindi voru nú reyndar fréttaefnið á visi.is en ekki neytendamál.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 15:21

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gísli:
Það kemur hvergi fram í frétt Vísir.is að ráðist hafi verið á viðkomandi einstakling vegna kynhneigðar hans. Raunar er ekkert minnst á kynhneigð viðkomandi í fréttinni og aðeins um getgátur að ræða að til árásarinnar hafi komið vegna klæðnaðar hans sem aftur kemur málinu ekkert við. Auk þess átta ég mig illa á því hvað þessi árás kemur neytendamálum við og tek þar undir með Jóni Guðmundssyni.

Mér sýnist annars þessi færsla, sem og fleiri efnistök á blogginu þínu og á heimasíðu talsmanns neytenda, benda til þess að þetta embætti sé afskaplega tilgangslaust. Mér er ekki kunnugt um nein sérstök afrek sem unnin hafi verið af hálfu þess sem réttlæti þann kostnað sem því fylgir fyrir skattborgara þessa lands. Þ.m.t. mig.

Ég held mig að öðru leyti við þá skoðun mína að þessi færsla þín sé fyrst og fremst hugsuð til að slá um þig enda forsendurnar fyrir henni í bezta falli vafasamar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 16:38

10 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ég trúi ekki að félagar Jón og Hjörtur telji að ég eigi ávallt að bíða brota gegn neytendum áður en ég vek athygli - með fyrirbyggjandi hætti - á reglum sem vernda hagsmuni og réttindi neytenda eins og ég gerði í þessari færslu. Því hljóta önnur sjónarmið að búa að baki þessari persónulegu umfjöllun sem ég hef ekki boðið upp á og hafna framvegis; ég hef einmitt ekki sóst eftir persónulegri umfjöllun í fjölmiðlum og reynt að forðast hana eftir megni. Jón hefur undanfarið farið hart fram vegna umfjöllunar minnar um verðtryggingu en annars þykir mér miður að geta ekki þegið hrós hans fyrir ritstörf sem hafa verið lítil undanfarin misseri en heldur meiri áður. Kjarninn í persónulegri gagnrýni þeirra er slíkur að hana má nota gegn flestum bloggurum - sem á annað borð blogga undir nafni. Auk þess er vandséð hvernig maður gegnir eins manns embætti án þess að vart verði við persónu þess sem gegnir því. Ég átti hins vegar ekki von á stuðningi úr ranni Hjartar en sú afstaða er reyndar í takt við þau ráð sem ég heyrði úr sama ranni að best væri að gera sem minnst í neytendamálum og af hálfu talsmanns neytenda - ráðlegging sem ég tel ekki rétt að fara eftir. Skrýtið væri ef talsmaður neytenda ætti að láta sem minnst á sér bera - en það er ekki persónunnar vegna heldur málefnanna. Grunar mig að þessi orrahríð nú sé vegna málefna sem ég vinn að. Gagnrýni þessi er einnig í ósamræmi við flest viðbrögð sem ég fæ. Þá má nefna sem dæmi  um þýðingu færslna og veffrétta um mannréttindi neytenda að í haust verður ráðstefna með þátttöku sambærilegra embætta o.fl. um mannréttindi neytenda o.fl. Þríþætt hutverk embættisins er tilgangurinn með þessu vef-vafstri mínu, þ.e. varðstaða um réttindi og hagsmuni neytenda, áhrif til úrbóta og kynning á réttarreglum um neytendamál. Vef embættisins má lesa eftir þessum þremur hlutverkum. Þessi færsla fellur a.m.k undir varðstöðu og kynningu og skammast ég mín ekki fyrir hana. Ég kann ekki að gegna þessu hlutverki "anonymt og verð víst að þola slíka umræðu í opinberu embætti - einkum þar sem ég býð upp á athugasemdir á bloggi þessu. Um afurðir starfsins vona ég að ég þoli samanburð við sambærileg embætti. Ég óska hins vegar ekki eftir að umræðan snúist um persónu mína.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 20:40

11 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ég rakst á þennan fyrirvara á bloggi annars gagnrýnandans: "Rétt er að geta þess að ég áskil mér allan rétt á að birta ekki athugasemdir sem innihalda skítkast eða sem brjóta á annan hátt í bága við reglur Blog.is. Þeir sem ítrekað gerast sekir um slíkt verður meinað að senda inn athugasemdir."

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 21:09

12 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk fyrir ábendinguna, Jón; ég gagna svona málefnalegum spurningum en veit ekki hvernig hægt er að svara spurningunni án þess að svarið teljist sjálfmiðað og tilraun til að upphefja mig eða embættið. En helstu afurðirnar eru Leiðakerfi neytenda á www.neytandi.is og viðleitni okkar umboðsmanns barna til þess að ná samkomulagi við áhrifaaðila á markaði og aðra hagsmunaaðila (sjá hér). Annað sem lýtur að kynningu á fyrirliggjandi úrræði er sáttamiðlun í neytendamálum; vona að engar myndir eða persónur trufli þá skoðun.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 21:12

13 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Gísli, mér finnst þú hafa allan rétt til að loka á persónulegt skítkast og ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi áhuga á að lesa það.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.8.2008 kl. 22:35

14 Smámynd: Anna Guðný

Tek undir með Guðrúnu hér að ofan.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 7.8.2008 kl. 23:30

15 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 23:34

16 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir þessa þörfu áminningu Gísli.  Mig grunar nú að ýmsir séu óhressir með að mega ekki lengur neita að afgreiða hinsegin fólk og henda því út af skemmtistöðum til dæmis, þó það tíðkist nú örugglega í einhverju mæli enn í dag, þó ekki hafi borist kvörtun til umboðsmanns neytenda ennþá.

Það er sorglegt að sjá gremju Hjartar brjótast út með persónulegu skítkasti...en hann á örugglega bágt með sig nú á Hinsegin dögum...sem er sennilega uppeldina að kenna því faðir hans, pípulagningamaðurinn á Skagaströnd, hefur nú verið iðinn í gegnum árin við að skrifa rætnar og meiðandi hómófóbískar greinar í Morgunblaðið.   Þeim er vorkun, báðum tveim.

Róbert Björnsson, 8.8.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband