Eiga nýbornir "neytendur" landsins að grípa í tómt?

Ég er náttúrulega vanhæfur - sem er ekki  (endilega) það sama og óhæfur - í málinu enda starfaði ég í nær 7 ár fyrir ljósmæður og annað háskólafólk; ég held meira að segja að ég hafi fundið upp (nei, ekki internetið - heldur) tímabundnu verkföllin (sorry) sem tíðkast hafa hjá opinberum starfsmönnum síðan 2001.

 

En ég verð að segja að það kemur ekki á óvart að þetta skuli gerast nú; satt að segja átti ég von á (og áður væntingar um) að þetta myndi gerast fyrr - þótt auðvitað sé sorglegt að fyrstu "neytendur" landsins grípi í tómt þegar þeir eiga að geta treyst því að á móti þeim taki góð ljósmóðir á kostnað - og ábyrgð - okkar allra.


mbl.is Aðgerðir hefjist í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: STERRUR

Já takk fyrir þetta, ef þetta verkfall sem þú segist eiga heiðurinn að verður að veruleika þá verð ég líklega að fæða barnið mitt ein og óstudd.

Takk kærlega

Óánægð verðandi móðir

STERRUR , 7.8.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.