Hvers vegna fleytti ég kertum?

Loks fór ég á kertafleytingu - í fyrsta skipti, þrátt fyrir búsetu mína hér á stór-Kópavogssvæðinu í 17 ár - og tók nokkra úr stórfjölskyldunni með, þ.m.t. þann elsta og þá yngstu, í frábæru votviðri; fyrir vikið ræddi ég ekki nóg við góða félaga úr verkalýðshreyfingu og Samtökum hernaðarandstæðinga.

 

Ég ræði bara betur við þá næst - þ.m.t. efasemdir mínar um boðskap annars vel fluttrar og mjög hjartnæmrar ræðu Kolbrúnar Halldórsdóttur þingkonu um Tjernobyl-slysið hræðilega; ég hlustaði vel og var snortinn yfir þeim ömurlegu örlögum og yfirklóri þarlendra yfirvalda, sem Kolbrún rifjaði upp, en ég var einmitt orðinn nógu gamall 1986 til að skilja alvarleika málsins. Samt er ég ekki viss um að andstöðu gegn kjarnorkuvopnum megi sjálfkrafa túlka sem andstöðu - a.m.k. mína - við notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi, þ.e. sem orkugjafa á þessum viðsjárverðu tímum.


mbl.is Kertum fleytt á Tjörninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Tryggvason

Gott; annars náði ég bara tvemur myndum til sönnunar en gef mér ekki tíma í að setja slíkt á bloggið.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er mjög hátíðleg stund finnst mér.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.8.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Lesið þetta, tók þetta héðan

Mestu einstöku hryðjuverk sögunnar - Unnin af sigurvegurunum!

Það er svolítið sérstakt við Íslendinga (og reyndar flesta "vesturlandabúa" yfirhöfuð) að þeir gera sér enga grein fyrir þátttöku Japana í heimsstyrjöldinni síðari.


  • Vissir þú að meðlimir Japönsku Konungsfjölskyldunnar voru ekki sóttir til saka fyrir stríðsglæpi eftir stríðið? Emperor Hirohito hafði völd á við Hitler í Þýskalandi, og samþykkti persónulega aragrúa af tilskipunum um dráp á óbreyttum borgurum, fyrir utan auðvitað að skipuleggja ólögmæta innrás í Kína.

  • Lengi mætti telja upp hluti sem við Íslendingar gerum okkur litla grein fyrir, en hér eru nokkur dæmi
Ég held að það væri ekki úr vegi að fræða Íslendinga aðeins betur um þátttöku Japans í heimsstyrjöldinni síðari, því að upp til þessa virðist sú kunnátta snúast um bíómyndina "Pearl Harbor", svo og auðvitað tveggja kjarnorkuárása sem þeir urðu "fórnarlömb" að.


Ef minnast á dauða óbreyttra borgara, hvernig væri þá frekar að minnast dauða borgara í þeim löndum sem vildu ekkert með stríð hafa og vildu lifa í friði?

Ef einhver vill nota þau rök fyrir þessari minningarathöfn að það hafi svo margir dáið í einu, þá vil ég benda á það að yfir 100 þúsund Japana dóu í einni árás 9. mars 1945, sem eru fleiri en dóu samanlagt þann 6. og 9. ágúst í Hiroshima og Nagasaki. Ekki er þeirra minnst.

Að lokum, ef einhver vill halda því fram að þetta hafi verið saklausir borgarar, þá skaltu gera þér grein fyrir því að án þessara saklausu borgara hefði Japan lítið gert og herinn varla komist úr höfn.


-Bj

Ps, allar tölur og staðreyndir hef ég frá Wikipedia

Bjarni Þór (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 00:47

Sævar Einarsson, 7.8.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er svolítið sérstakt við Íslendinga (og reyndar flesta "vesturlandabúa" yfirhöfuð) að þeir gera sér enga grein fyrir þátttöku Japana í heimsstyrjöldinni síðari.


  • Vissir þú að framsókn Japana í Kína er ein af helstu ástæðum þess að Hitler þorði að gera hvað sem hann vildi í Evrópu? Leage of Nations (Sameinuðu þjóðir þessa tíma) þorðu eða vildu ekkert gera í kjölfar framsókn Japans í Kína, og Hitler notaði þetta hik í Leage of Nations til að fá öllu sínu framgengt.

  • Vissir þú að Japanir drápu 16 MILLJÓNIR óbreyttra borgara í Kína á stríðsárunum? Til samanburðar má nefna að Nasistar í hertekna Frakklandi drápu "einungis" 267 þúsund borgara. Nasistar drápu einnig um 6 milljónir gyðinga, á móti þeim 16 milljónum Kínverja sem Japanir drápu, en samt vita fæstir um þetta slátur Japana.

  • Vissir þú að meðlimir Japönsku Konungsfjölskyldunnar voru ekki sóttir til saka fyrir stríðsglæpi eftir stríðið? Emperor Hirohito hafði völd á við Hitler í Þýskalandi, og samþykkti persónulega aragrúa af tilskipunum um dráp á óbreyttum borgurum, fyrir utan auðvitað að skipuleggja ólögmæta innrás í Kína.

  • Lengi mætti telja upp hluti sem við Íslendingar gerum okkur litla grein fyrir, en hér eru nokkur dæmi
Ég held að það væri ekki úr vegi að fræða Íslendinga aðeins betur um þátttöku Japans í heimsstyrjöldinni síðari, því að upp til þessa virðist sú kunnátta snúast um bíómyndina "Pearl Harbor", svo og auðvitað tveggja kjarnorkuárása sem þeir urðu "fórnarlömb" að.







Ef minnast á dauða óbreyttra borgara, hvernig væri þá frekar að minnast dauða borgara í þeim löndum sem vildu ekkert með stríð hafa og vildu lifa í friði?







Ef einhver vill nota þau rök fyrir þessari minningarathöfn að það hafi svo margir dáið í einu, þá vil ég benda á það að yfir 100 þúsund Japana dóu í einni árás 9. mars 1945, sem eru fleiri en dóu samanlagt þann 6. og 9. ágúst í Hiroshima og Nagasaki. Ekki er þeirra minnst.







Að lokum, ef einhver vill halda því fram að þetta hafi verið saklausir borgarar, þá skaltu gera þér grein fyrir því að án þessara saklausu borgara hefði Japan lítið gert og herinn varla komist úr höfn.







-Bj







Ps, allar tölur og staðreyndir hef ég frá Wikipedia

Bjarni Þór (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 00:47

Sævar Einarsson, 7.8.2008 kl. 01:08

5 Smámynd: Gísli Tryggvason

Dauða óbreyttra borgara, ekki síst barna og kvenna, sem hafa lengst af sögunnar ekki staðið jafnar körlum að borgararéttindum, má ekki réttlæta með óhæfuverkum nær alvalds keisara og stjórnarherra á hans vegum eða skorti á saksókn gagnvart þeim þar til í Nürnberg og nú í Alþjóðastríðsglæpadómstólnum. Saklausir borgarar létu lífið í gríðarstórum stíl, sbr. fyrri athugasemdir við færsluna.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Afhverju eru þá ekki fleytt kerti fyrir Kínverja líka ?

Sævar Einarsson, 7.8.2008 kl. 01:26

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

af hverju fleytir þú ekki kertum fyrir kínverja Sævarinn:) það með sanni þörf á.

finnst þetta falleg og þörf athöfn til að minna okkur stöðu kjarnavopna, en þau eru merkilegt nokk notuð á miklu smærri skala á hverjum degi í Írak, þar sem úraníum er í skotvopnum Bandaríkjamanna og hafa Írakar um langa hríð verið að þróa með sér viðbjóðslega sjúkdóma tengda geislavirkni.

það er því miður af nógu að taka þegar kemur að mannvonsku gagnvart almenning víðsvegar um heim. ef manni blöskrar eitthvað, þá er best að gera eitthvað annað en að tuða til fræða almenning um ástand mála. það er með sanni af nógu að taka þegar kemur að mannréttindabrotum hjá kínverskum yfirvöldum gagnvart sínum þegnum...

Birgitta Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 07:19

8 Smámynd: Gísli Tryggvason

Til er ég; nefndu stað og stund.

Gísli Tryggvason, 7.8.2008 kl. 08:08

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég var að stinga upp á þessu fyrir Sævarinn... því það er svo oft að fólk gagnrýnir þá sem eitthvað gerir, en er svo ekki tilbúið að gera neitt...

Ég ásamt öðrum Vinum Tíbets stöndum annars fyrir ljósahátíð í kvöld sem heitir Kerti fyrir Tíbet á Lækartorgi klukkan 21:00 - þú ert að sjálfsögðu velkominn Gísli sem og allir sem vilja láta mannréttindi varða hvar svo sem í heimi þau eru brotin...

Birgitta Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 08:16

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

á að vera eitthvað gera...:)

Birgitta Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband