Freudian slip

Athyglisverð missögn í fyrirsögn mbl.is - að hjálpa eigi fasteigna-bönum; ég hef nú reyndar lengi ætlað að blogga um þessar ráðstafanir sem eiga að hjálpa skuldugum neytendum vestanhafs, ekki síður en hálfopinberum fasteignabönkum (eins og lesa má í meginmáli fréttarinnar og víðar).

 

Kannski er þetta svonefnt freudian slip en hér á landi virðist helst deilt um hvor hafi átt (meiri) sök á þenslunni og miklum verðhækkunum fasteigna 2004, einkareknir (fasteigna)bankar eða hinn opinberi, Íbúðarlánasjóður. Fáir virðast velkjast í vafa um hvort þeir hafi átt sökina; nú myndu sumir e.t.v. kalla þá fasteignabana.


mbl.is Bandarískum fasteignabönkum hjálpað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann Bush er fasteignabani,
og bandvitlaus sá Ameríkani,
he said he was hip,
it was a Freudian slip,
also that he loves all Talibani.

Þorsteinn Briem, 26.7.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þenslan á undanförnum árum stafaði nú varla af húsnæðismarkaðnum einum og sér, þó það hafi vissulega haft sitt að segja. Annað sem vegur líka þungt en er ekki nærri því eins mikið fjallað um opinberlega er fyrirbæri sem fer eins og eldur í sinu um vestræn hagkerfi og er nokkur nýlunda hérlendis. En það er tilhneiging stjórnmálamanna til að leita logandi ljósi leiða til þess að bókfæra allan fjandann sem "eignir", hvort sem það heitir kvóti, vatnsréttindi, þjóðlendur eða annað. Með því að skrásetja þessa hluti og stimpla á þá verðmiða, gátu þeir svo talið það fram sem eignamyndun í þjóðhagsreikningnum burtséð frá því hvort þessi "nýju" verðmæti féllu í skaut einkaaðila eða hins opinbera. Stækkandi þjóðhagsreikningi gerði þeim svo kleift að prenta sífellt meiri peninga og koma þeim í umferð, sem þjónar ágætlega hagsmunum fjárfesta og fjármálastofnana (sem  var nýbúið að einkavæða þá NB). Fyrir almennt launafólk þýðir aukin seðlaútgáfa hinsvegar aðeins eitt: verðbólgu, því á bakvið þessar bókhaldskúnstir er engin raunveruleg verðmætaaukning. Það er einföld formúla að því fleiri krónur sem eru í umferð þeim mun verðminni verður hver króna. Raunveruleg kaupmáttaraukning er þess vegna engin, eða neikvæð eins og fólk er nú farið að finna á eigin skinni. Það eina sem "þandist út" voru nefninlega bara tölur á blaði sem voru hækkaðar með pennastrikum af mönnum í jakkafötum.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Athyglisverður punktur.

Gísli Tryggvason, 29.7.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.