Hreimurinn

Ég sat á kaffihúsi um daginn í sólinni og komst ekki hjá því að heyra þetta:

 

Mér fannst ég kannast við hreiminn en áttaði mig ekki strax á honum,

 

sagði þjónninn vinalega við manninn á næsta borði - sem var að norðan (eins og ég); ég blandaði mér þó ekki í málið til að benda á að "hreimur" er eitthvað sem útlendingar hafa. Þeir fáu Akureyringar sem enn tala kjarnyrta íslensku (eins og margir úr dreifðari byggðum, t.d. fyrir norðan) hafa ekki hreim - en stundum fannst mér reyndar að maður væri hálfgerður útlendingur hér fyrir sunnan; sama var reyndar sagt um tilfinningu "aðkomumanna" á Akureyri - og sjálfur vann ég vissulega um árabil á Degi þar sem lögreglufréttir enduðu víst oft á svona setningu:

 

Maðurinn var aðkomumaður.

 

Með aukinni alþjóðavæðingu er þetta væntanlega allt úr sögunni - eins og "hreimurinn" stefnir í.

 

Best fannst mér hins vegar að landsbyggðarmaðurinn sagði, greinilega aðspurður, í símann (sem ég heyrði líka, óumbeðið) að hann væri "ekki í bænum," nei; hann var í borginni! Það eru nefnilega tugir bæja (þéttbýlisstaða) á landinu en ein borg - sem margir borgarbúa kalla "bæinn." Þetta segi ég nú bara af því að það var ekki búið að finna upp bloggið þegar ég var að pirra mig á þessu þegar ég flutti til borgarinnar fyrir um 17 árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gísli, kannski finnst bara þeim sem hafa búið erlendis í borgum Reykjavík vera bær. Ég hef búið í borgum þar sem minni hverfin eru álíka fjölmenn og Reykjavíkurborg.

Ég tala alltaf um Reykjavík sem bæinn, enda af fjöllum (Breiðholtinu).

Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hiklaust við reykvískan Hreim,
með hrútshornum talaði tveim,
sá æði hinsegin,
og öfugu megin,
af sviðinu Árni senti hann heim.

Þorsteinn Briem, 27.7.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Skemmtilegur Steini að svara helst í bundnu máli - sem ég þyrfti helst að gera annað veifið. Reyndar er ég bæði fæddur í erlendri borg og stúdent frá annarri enda er þetta greinilega sérviska í mér að kalla Reykjavík borg en bæinn fæ ég mig ekki til að kalla hana enda aðalmálið að gleyma ekki því sem er utan höfuðborgarsvæðsins. 

Gísli Tryggvason, 27.7.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.