Sunnudagur, 27. júlí 2008
Hreimurinn
Ég sat á kaffihúsi um daginn í sólinni og komst ekki hjá því að heyra þetta:
Mér fannst ég kannast við hreiminn en áttaði mig ekki strax á honum,
sagði þjónninn vinalega við manninn á næsta borði - sem var að norðan (eins og ég); ég blandaði mér þó ekki í málið til að benda á að "hreimur" er eitthvað sem útlendingar hafa. Þeir fáu Akureyringar sem enn tala kjarnyrta íslensku (eins og margir úr dreifðari byggðum, t.d. fyrir norðan) hafa ekki hreim - en stundum fannst mér reyndar að maður væri hálfgerður útlendingur hér fyrir sunnan; sama var reyndar sagt um tilfinningu "aðkomumanna" á Akureyri - og sjálfur vann ég vissulega um árabil á Degi þar sem lögreglufréttir enduðu víst oft á svona setningu:
Maðurinn var aðkomumaður.
Með aukinni alþjóðavæðingu er þetta væntanlega allt úr sögunni - eins og "hreimurinn" stefnir í.
Best fannst mér hins vegar að landsbyggðarmaðurinn sagði, greinilega aðspurður, í símann (sem ég heyrði líka, óumbeðið) að hann væri "ekki í bænum," nei; hann var í borginni! Það eru nefnilega tugir bæja (þéttbýlisstaða) á landinu en ein borg - sem margir borgarbúa kalla "bæinn." Þetta segi ég nú bara af því að það var ekki búið að finna upp bloggið þegar ég var að pirra mig á þessu þegar ég flutti til borgarinnar fyrir um 17 árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Stjórnlagaþing Viltu stjórnarskrárvarið stjórnlagaþing sem þjóðin kýs til að semja nýja stjórnarskrá?
- Talsmaður neytenda Talsmaður neytenda hefur þríþætt hlutverk - varðstöðu um hagsmuni og réttindi neytenda, kynningu á réttarreglum um neytendamál og áhrif til úrbóta fyrir neytendur.
- Leiðakerfi neytenda Gerir neytendum sjálfum kleift að leita réttar síns óháð stað og stund.
- Viltu leita sátta? Aðgangur til ókeypis sáttaumleitunar fyrir neytendur hjá sýslumanni.
Höfundur

... á að verja neytendur og upplýsa...
... og er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum.
Leitið réttar ykkar í Leiðakerfi neytenda!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
gesturgudjonsson
-
gudnym
-
ekg
-
gudridur
-
hallurmagg
-
annapala
-
mortenl
-
bryndisisfold
-
ea
-
olinathorv
-
ringarinn
-
marinogn
-
gudruntora
-
gudmundsson
-
oddgeire
-
holmdish
-
hlynurh
-
armannkr
-
ragnhildur
-
toshiki
-
helgasigrun
-
esv
-
kolbrunb
-
eirikurbergmann
-
martasmarta
-
judas
-
vennithorleifs
-
lara
-
jensgud
-
kristbjorg
-
gvald
-
lafdin
-
sponna
-
stefanbogi
-
baldurkr
-
klarasigga
-
stebbifr
-
husmodirivesturbaenum
-
huldumenn
-
gurrihar
-
sveinnt
-
roggur
-
gudmundurmagnusson
-
halkatla
-
birkir
-
kolbrunerin
-
inhauth
-
lillo
-
ollana
-
fleipur
-
elfur
-
don
-
ingibjorgelsa
-
vefritid
-
ziggi
-
volcanogirl
-
bleikaeldingin
-
herdis
-
saemi7
-
thuridurbjorg
-
hemba
-
gisliblondal
-
ein
-
hogni
-
liljabolla
-
hallibjarna
-
asgerdurjoh
-
gthg
-
freedomfries
-
bjarnihardar
-
frisk
-
hvala
-
bumba
-
jaj
-
svavaralfred
-
kokkurinn
-
omarsarmalius
-
kari-hardarson
-
icekeiko
-
siggiulfars
-
svatli
-
maggib
-
hl
-
lehamzdr
-
haukurn
-
esb
-
gislihjalmar
-
hlini
-
fufalfred
-
suf
-
icerock
-
ornsh
-
gudbjorng
-
reykur
-
agnarbragi
-
fsfi
-
alla
-
blossom
-
skarfur
-
arniharaldsson
-
asabjorg
-
thjodarsalin
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bjorgjens
-
bookiceland
-
gattin
-
dofri
-
doggpals
-
einarbb
-
hjolagarpur
-
ews
-
rlingr
-
estersv
-
fridrikof
-
frjalshyggjufelagid
-
geirthorst
-
gingvarsson
-
gillimann
-
gretarmar
-
bofs
-
muggi69
-
sverrirth
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
vild
-
heim
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
kht
-
fridabjarna
-
ingibjhin
-
ibb
-
fun
-
godaholl
-
stjornun
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
leifur
-
vrkristinn
-
reisubokkristinar
-
wonderwoman
-
peturmagnusson
-
ludvikludviksson
-
maddaman
-
bidda
-
iceland
-
ragnar73
-
robertb
-
salvor
-
sigurdurarna
-
joklamus
-
sigingi
-
siggisig
-
svanurmd
-
strandir
-
spurs
-
tara
-
nordurljos1
-
tryggvigislason
-
valdimarjohannesson
-
vilberg
-
vilhjalmurarnason
-
steinig
-
thorarinneyfjord
-
tbs
-
thorirniels
-
thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Gísli, kannski finnst bara þeim sem hafa búið erlendis í borgum Reykjavík vera bær. Ég hef búið í borgum þar sem minni hverfin eru álíka fjölmenn og Reykjavíkurborg.
Ég tala alltaf um Reykjavík sem bæinn, enda af fjöllum (Breiðholtinu).
Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 16:01
Hiklaust við reykvískan Hreim,
með hrútshornum talaði tveim,
sá æði hinsegin,
og öfugu megin,
af sviðinu Árni senti hann heim.
Þorsteinn Briem, 27.7.2008 kl. 17:03
Skemmtilegur Steini að svara helst í bundnu máli - sem ég þyrfti helst að gera annað veifið. Reyndar er ég bæði fæddur í erlendri borg og stúdent frá annarri enda er þetta greinilega sérviska í mér að kalla Reykjavík borg en bæinn fæ ég mig ekki til að kalla hana enda aðalmálið að gleyma ekki því sem er utan höfuðborgarsvæðsins.
Gísli Tryggvason, 27.7.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.