Stórafmæli

Ekki vissi ég (fyrr en nú) að Bifröst og Mandela væru jafnaldrar (kannski bara á sama árinu); um leið og ég sendi báðum innilegar afmæliskveðjur tek ég fram að ég er ekki nógu frjór til þess að sjá einhverja spennandi samlíkingu þar á milli en bæði afmælis"börnin" eru stórmerk.

 

Í ævisögu Mandela kemur m.a. fram það markverða fordæmi að hann fyrirgaf fangelsurum sínum - og svo finnst mér alltaf merkilegar blóðsúthellingalausar byltingar. Talandi um byltingar þá hitti ég nokkra byltingarsinna og gamla samstarfsmenn úr réttindabaráttunni í enn einu stórafmælinu í gær hjá öðru stórmenni, Ögmundi Jónassyni, sem var sextugur; ég færði honum bókina "Hvað um evruna?"


mbl.is Fagnar afmæli með fjölskyldunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband