Allt gott kemur frá Guði

Yngri dóttir mín vaknaði upp á laugardaginn með ummælum sem minntu mig á þennan titil á smásögu Davíðs Oddssonar, sem kvikmynduð var fyrir nokkrum árum, ef ég man þetta rétt, og kemur mér alltaf í hug þegar ég keyri um Selfoss því drengurinn í sögunni (Davíð) fór upp á þak til þess að bíða eftir - eða biðja Guð um - nammi, eins og það heitir í dag en í mínu ungdæmi hét það reyndar líka "gott" eins og hjá sögumanni.

 

En aftur að dóttur minni sem sagði um leið og hún vaknaði - með tilhlökkun og upp úr eins manns hljóði:

 

Ég veit af hverju Guð er bestur. Af því að hann látti nammidagana vera til.

 

Og þá smávægis sumarsólarhlé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ein-stök

Mikið rétt! Hann er bestur  Takk fyrir góðan gullmola inn í helgina.

Ein-stök, 13.6.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka fallegt blogg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.6.2008 kl. 04:55

3 identicon

Sæll Gísli.

það eru einmitt svona augnablik sem gefa lífinu lit.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 02:30

4 Smámynd: Anna Guðný

Gullmolar sem koma frá þessum krílum. Ég er mjög sátt við að börnin mín stækki en þessa gullmola sakna ég samt stundum.

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband