Auglýsingin var rétt

Um daginn heyrði ég ítrekað auglýsingu í ljósvakamiðlum eitthvað á þá leið að göturnar væru helst tómar þegar Eurovision-keppni stæði yfir og hér um árið þegar JR í Dallas var skotinn - og svo þegar Evrópumeistarakeppni í fótbolta stæði yfir eins og nú. Ég sannreyndi þetta í kvöld því þegar ég hjólaði heim af fundi - að vísu á matmálstíma - leið mér nærri því eins og Palla sem var einn í heiminum, sem var ágætt. Göturnar voru hálftómar, sem var líka fínt. 

 

Hálftómar götur öftruðu mér þó ekki frá því að stytta mér leið hér við stórfljótið á mörkum Smára- og Lindahverfis og datt mér þá í hug samlíking um að hjólreiðar hér á höfuðborgarsvæðinu eru svolítið eins og að reyna að tala erlent tungumál því eins og kennarinn minn sagði einu sinni:

 

Á erlendri tungu segirðu það sem þú getur - en ekki það sem þér býr í huga.

 

Á hjóli ferðu þar sem þú kemst en ekki það sem þú vilt (ef þú ætlar að fara eftir hjólreiða- og göngustígum).

 

Ég hefði betur hjólað eftir götunum því í fyrsta skipti á ævinni hvellsprakk á hjólinu við eitt byggingarsvæðið - á splunkunýju dekki og slöngu síðan í morgun. Ég sem hélt að ég hefði fundið sértæka lausn á vandanum við síhækkandi bensínverð. Almenna lausn hef ég enn síður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband