Verðbólguhraðinn

Gott að heyra að verðbólguhraðinn verði lægri í framhaldinu og gaman að heyra loks hagfróða menn - og það á vegum bankanna - tala um "verðbólguhraðann" eins og hann er nú. Það hef ég gert og rökstutt með samlíkingu að eigi betur við þar sem það er verðbólguhraðinn hverju sinni (á ársgrundvelli að vísu) - ekki verðbólgumæling eitt ár aftur í tímann - sem hækkar verðtryggð lán frá mánuði til mánaðar.

 

Þess má geta að verðbólguhraðinn nú er samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands 17,7% og 28% ef litið er til 3ja síðustu mánaða.


mbl.is Verðbólga við það að ná hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gauti Halldórsson

 Trúir þú þessu bara sí svona

Gauti Halldórsson, 27.5.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég skrifaði færslu í gær (sjá hér), þar sem ég sagði eiginlega það sama og Ásgeir, þ.e. verðbólgan væri við það ná hámarki og hún yrði um 4% að ári.

Það hefur hægt mjög mikið á verðbólgunni og það mun sjá enn betur í næstu mælingu.  3 mánaðamælingin mun meira að segja hrapa verulega næst eða í líklega í kringum 23% meðan eins mánaðarmæling mun sýna vel innan við 10%, hugsanlega niður fyrir 6%.  Ég tek undir með þér að þetta eru tölurnar sem við eigum að einblína á, en ekki 12 mánaðatölurnar.  Þetta eru nefnilega tölurnar sem sýna hve hratt hagkerfið er að kólna.

Marinó G. Njálsson, 27.5.2008 kl. 09:05

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæll Gauti; já ég legg trúnað á mælingu Hagstofu Íslands, sem er sérstök og nokkuð óháð ríkisstofnun. Ef spurning þín lýtur að spá forstöðumanns greiningardeildar umrædds banka þá er erfitt að trúa á spá en mér finnst rökstuðningur hans trúverðugur, já. Þá hef ég góða reynslu af fremur sjálfstæðum greiningardeildum banka - sem ég hef lesið efni frá í mörg ár og notið góðs af í starfi mínu fyrr og nú. Því miður var sjálfstæð ríkisstofnun, Þjóðhagsstofnun, lögð niður fyrir nokkrum árum. Ég hvet þig, Gauti, og aðra lesendur, til að lesa færslu mína 28.3. sem ég vísaði í.

Þá er gott að Marinó, sem er greinilega mjög töluglöggur maður og hagfróðari en ég, taki undir með mér því það hafa hagfræðingar ekki gert hingað til - fyrr en nú að umræddur forstöðumaður greiningardeildarinnar telur verðbólguhraðann vera að minnka. Punktur minn var að verðbólguhraðinn (hverju sinni) - mikill eða lítill - er það sem við eigum að líta til í neytendasamhengi a.m.k. en ekki mæld verðbólga 12 mánuði aftur í tímann. Sem sagt, með röksemdum Marinós má segja þetta eru líka tölurnar sem við eigum að líta til við mat á hve hratt hagkerfið var að hitna!

Gísli Tryggvason, 27.5.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.