Vín, svín og vinsældir

Ég hef verið að hugsa um vín-svín-auglýsingar ónefnds ríkisfyrirtækis hér á landi. Ég hef velt fyrir mér þeim skilaboðum sem felast í þessum (að mörgu leyti vel gerðu) auglýsingum; öðrum þræði er þar verið að segja:

 

Ekki drekka of mikið!

 

En um leið - eins og margir hafa bent á - er, óbeint, verið að segja: drekktu (hóflega) - sem er reyndar bannað að segja berum orðum. Þurfum við virkilega svona auglýsingar - og það frá ríkisfyrirtæki sem nýtur einokunaraðstöðu? Sjálfur er ég fylgjandi hófdrykkju enda alinn upp í Danmörku að hluta og er á móti "stigmatiseringu" áfengis eða hófdrykkju. Vandinn er að þó að framangreind skilaboð berist okkur fullorðnum neytendum - "það er í lagi að drekka í hófi" - þá kunna börnin að lesa annað úr þessu:

 

Breytist maður í svín ef maður drekkur?

 

Svona spyrja börnin; í því felst "tabu."

 

Málið hefur enn ekki komið inn á borð hjá mér og leyfi ég mér því að nefna það enda leitast ég við að fjalla ekki hér um mál sem eru í gangi hjá talsmanni neytenda. Reyndar er skylt samkvæmt lögum að miða auglýsingar við að börn sjái þær og heyri og mega auglýsingar ekki misbjóða börnum - en það meta aðrir en ég hvort uppfyllt er í þessu tilviki.

 

Málið snertir að vísu ekki beinlínis spennandi hringborðsumræður okkar umboðsmanns barna á morgun með hagsmunaaðilum um aukna Neytendavernd barna því að þessum auglýsingum er ekki beinlínis beint að börnum.

 

Við þessar hugleiðingar datt mér reyndar í hug að einhverjir skemmtilegustu menn, sem ég þekki, eru bindindismenn - annað hvort frá "upphafi" eða síðar til komnir. Er það tilviljun? Ef ekki; hvort er það þá orsök eða afleiðing?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gísli.

Það er ekki að ástæðulausu að ég er sérdeilis ánægður með þig sem Talsmann neytenda. Þetta er flott innlegg hjá þér. Heyrðist að þú værir að sækja um einhverja stöðu í fréttunum. Er ekki að segja að ég voni ekki að þú fáir hana, en við neytendur þurfum sannarlega á manni eins og þér að halda. Þú færð 12 stig frá Vatnsendanum!

Sigurður Þorsteinsson, 27.5.2008 kl. 07:04

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Kærar þakkir Sigurður, gaman að heyra.

Gísli Tryggvason, 27.5.2008 kl. 07:52

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Mér finnst þessar auglýsingar mjög góðar. Umræðan um drykkju og ábyrga hegðun með víni er stundum rædd í heita pottinum í mínum félagsskap einmitt líka þegar krakkarnir eru með. Þannig læra þau að mínu mati um ábyrgð þess sem ákveður að drekka vín. Það er því tækifæri fyrir foreldra að ræða við börn um ábyrga hegðun þeirra sem drekka.

Mér finnst þessar auglýsingar hitta algerlega í mark.

Steinn Hafliðason, 27.5.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband