10 ára afmæli - getið nú!

Ég hef þann undarlega eiginleika að muna - oft alveg óvart - alls konar dagsetningar, svo ég tali ekki um ártöl, bæði úr sagnfræði, sem ég les töluvert, og úr mínu eigin lífshlaupi. Það rifjaðist upp fyrir mér að í dag eru 10 ár síðan ég flutti fjórða og síðasta prófmálið mitt - og varð formlega héraðsdómslögmaður viku síðar (en á þeim degi fæddist eldri dóttir mín þremur árum eftir það). Þetta fjórða prófmál vann ég (reyndar fremur óvænt að mínu mati) eins og hin prófmálin - en við lögmenn segjumst jú vinna mál þegar svo ber undir - en þegar þau tapast, þá tapar skjólstæðingurinn!

 

Málið snerist eiginlega óbeint um neytendamál; stórframleiðandi daglegrar nauðsynjavöru og höfundur vinsæls lagstúfs sem notaður var um árabil til þess að auglýsa þá vöru deildu um hvort lagstúfurinn hefði verið seldur og keyptur til varanlegrar notkunar í þessu skyni - eða aðeins leigður þannig að endurnýja þyrfti greiðslu fyrir afnotaréttinn. Þetta var skemmtilegt mál og fróðlegt á sviði höfundaréttar. Ég kann ekki við að nefna aðilana eða lagstúfinn hér í meginmáli en lesendur geta sjálfsagt giskað og ég svarað í athugasemdum ef einhver hefur áhuga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst Gísli að þú ættir að fara í eitt mál enn og afsanna þessa fáranlegu þreytandi auglýsingu sem á engan fót fyrir sér lengur. Það að það sé skemmtilegast að versla í Hagkaupum. Hafi einhverjum fundist það einhverntímann hlýtur það að vera löngu fyrnt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.5.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Þakka þér Guðrún Þóra; reyndar hef ég alltaf efast um réttmæti þess að þar til bær stofnun hafi á þeim tíma ekki talið ástæðu til þess að aðhafast vegna þess máls en á það gæti hugsanlega reynt aftur. Sjálfur tel ég hæpið að "leyfa" annað en hlutlægar staðhæfingar af þessu tagi - sem unnt er að staðreyna með mælanlegum gögnum.

Gísli Tryggvason, 19.5.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband