Mikill meirihluti svarenda vill ekki auglýsingabæklinga í fríblöðum

Merkilega fyrirsjáanlegt - að mínu mati; niðurstaðan úr þriðju og líklega síðustu óformlegu skoðanakönnun minni um fjölpóst og fríblöð er sú að mikill meirihluti svarenda - um 70% - vildi geta afþakkað fjölpóst (auglýsingabæklinga) innan í fríblöðum. Um 18% töldu ekki nauðsynlegt að sporna við auglýsingabæklingum í fríblöðum en 12% völdu millileiðina - að 1-2 auglýsingabæklingar innan í fríblaði væri innan marka.

 

Svarendur voru að vísu færri en í fyrstu könnuninni , aðeins rúmlega 80, enda stóð þessi skemur.

 

Á morgun verða kannanirnar þrjár bornar saman og greindar að því marki sem unnt er með aðferðarfræðilega takmarkaðar kannanir þar sem úrtakið er ekki tilviljunarkennt - heldur sjálfvalið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Petra Bernharðsdóttir

Er eðlilegt að geta afþakkað auglýsingabæklinga úr fríblöðum? Við getum nú þegar afþakkað fríblaðið sjálft og með því bæklinginn. Eðlilegra þætti mér að geta verið í áskrift  að blöðum sem annars eru fríblöð og þannig verið laus við auglýsingabæklinga. Er þetta könnun, könnunarinnar vegna?

Petra Bernharðsdóttir, 18.5.2008 kl. 03:58

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Könnun er raunveruleg enda finnst mörgum þreytandi að fá auglýsingabæklinga í fríblöðum en aðrir segja á móti, take it or leave it. Sumir vilja fríblöð en ekki auglýsingabæklinga.

Gísli Tryggvason, 18.5.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.