Þetta er ekki neytendamál

Það er ekki beinlínis neytendamál að fólk geti nálgast afnotarétt af höfundaréttarvörðu efni án endurgjalds; hagsmunir og réttindi neytenda felast í því að slíkt efni sé búið til og selt við sanngjörnu verði og með eðlilegum skilmálum. Meðal þeirra er að neytendur borgi ekki oft fyrir sama afnotaréttinn eins og hér er bent á og rökstutt ítarlegar hér, þ.e.a.s. að ef diskur með tónlist, leik eða mynd eyðileggst geti neytandi fengið nýjan gegn vægu endurgjaldi ef hinum skemmdu "umbúðum" er skilað. Slík tilhögun myndi gagnast bæði rétthöfum og neytendum svo lengi sem diskar verða áfram notaðir sem umbúðir fyrir höfundaréttarvarið efni.

 

***

Hefðurðu greitt atkvæði um rétt neytenda gagnvart fjölpósti - hér til vinstri?


mbl.is Kröfu rétthafa vísað frá í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eigum við neytendur að gera þegar staðan er orðin sú að ef við kaupum tónlist á Internetinu þá eru takmarkanir á því hvernig við megum hlusta á hana og hvar, jafnvel þó svo að verðið sé alveg jafn hátt eða hærra heldur en ef við kaupum hana á geisladiskum ?

Og ef söluaðilanum dettur í hug að slökkva á internet þjónunum sem veita okkur réttindin til að hlusta á tónlistina, þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að hann geti og geri það.

Jafnvel eins stór söluaðili og Microsoft

Ef ég sem notandi ætla að geta hlustað á tónlistina í hvaða MP3 spilara sem er, eða í tölvunni eða DVD spilaranum í sjónvarpinu, þá bara verð ég að "stela" henni, það er engin annar möguleiki. 

Fransman (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 15:22

2 identicon

Sæll Gísli.

Þetta er eitt af þessum furðulegum málum sem ber að skoða á alla kanta og taka síðan vitræna ákvörðun af algjörlega óháðum aðila, sem báðir verða að sætta sig við, Gæti það gengið upp?

Sæll að sinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 04:12

3 identicon

Þetta er góð athugasemd hjá Kristinni. 

Ef höfundar hafa fengið hluta af greiðslunni þegar ég keypti harða diskinn minn, er ég þá ekki búinn að borga fyrir það sem ég gæti viljað sækja á Internetinu ?

Ef ekki, hvað var ég þá að borga fyrir ?  Syndir annarra ?  

Fransman (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 09:04

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk fyrir þessar athugasemdir.

Jú þetta sem Fransman nefnir er neytenda- eða samkeppnismál eins og kollegi minn í Noregi hefur sýnt fram á í svonefndu iTunes-máli sem tengist þessu álitamáli. Tilvísuð skrif mín í færslunni hér að ofan eiga að sýna fram á að höfundum kemur betur ef þeir taka sjálfa sig á orðinu og gefa neytendum betra færi á að líta á efnið sem eign, óháð umbúðunum.

Það sem Kristinn Haukur nefnir, og Fransman tekur undir, er vissulega neytendamál - þ.e. að fjárhæð endurgjaldsins sem kveðið er á um í höfundalögum sé sanngjarnt en samkvæmt 3. og 4. gr. 11. gr. laganna er það nú:

"[Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til einkanota á bönd, diska, plötur eða aðra þá hluti, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð og/eða myndir með hliðrænum eða stafrænum hætti. Enn fremur skal greiða endurgjald af tækjum sem einkum eru ætluð til slíkrar upptöku. Gjöld þessi skulu greidd hvort sem um innlenda eða innflutta framleiðslu er að ræða og hvílir skylda til að svara gjöldunum á innflytjendum og framleiðendum.
Gjöld skv. 3. mgr. skulu nema:
   1. Af tækjum skal endurgjaldið vera 4% af innflutningsverði eða framleiðsluverði ef um innlenda framleiðslu er að ræða.
   2. Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku hljóðs eingöngu skal gjaldið nema 35 kr.
   3. Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku mynda, eftir atvikum ásamt hljóði, skal gjaldið nema 100 kr."

Að efni til er þetta endurgjald eins og fram kemur í lögunum en að formi til virðist það í fljótu bragði uppfylla kröfur stjórnarskrár til skattlagningar sem lendir jú á neytendum og er ákveðin af Alþingi - og vissulega er hægt að þrýsta á um lækkun þess ef hægt er að rökstyðja að það sé of hátt miðað við ætlaða notkun í þessu skyni og í ljósi tæknibreytinga. Efast virðist mega um réttmæti hlutfallstölu, 4%, sem hækkar verð á tækjum. Á hinn bóginn er um að ræða fasta krónutölu af umræddum diskum o.þ.h. Þá er reynslan af lækkun virðisaukaskatts af matvælum o.fl. fyrir rúmu ári varla þess eðlis að öruggt sé að slík lækkun myndi skila sér til neytenda án frekari aðgerða.

Athugasemd Þórarins snertir óbeint áhugamál mínu, sáttamiðlun - í neytendamálum og víðar.

Gísli Tryggvason, 11.5.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband