Ian

Mér datt í hug ţegar ég las - einu sinni sem oftar - ţetta ofurblogg ađ ég er rosalega seinn ađ fatta; ég stundađi eiginlega engar skipulegar íţróttir í ćsku fyrr en ég var - fyrir mistök - skráđur á íţrótta- og málabraut í menntaskóla í Danmörku fyrir rúmum 20 árum. Ţegar ég varđ loks pabbi og fór ađ fylgjast međ íţróttaiđkun annarra undrađist ég hvađ margir strákar í fótboltanum virtust af erlendum uppruna; einkum fannst mér ótrúlega algengt ađ fótboltastrákar vćru nefndir ensku nafni: "Ian."

 

Sífellt heyrđi ég suma foreldra á hliđarlínunni kalla "Ian, Ian, Ian," međan viđ hin kölluđum bara íslensk nöfn strákanna okkar:

  • "áfram Gunnar,"
  • "ţađ var rétt, Friđjón" eđa
  • "góđur Siggi!

 

Loks rann ţađ upp fyrir mér ađ ekki var veriđ ađ kalla á "Ian" - heldur veriđ ađ segja viđ Gunnar, Friđjón eđa Sigga: "í'ann" (boltann, fyrir ţá sem eru enn fattlausari).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll.

Sćlir eru fattlausir ţví ţeir fatta ţađ ekki sjálfir!

Gangi ţér allt í haginn.

Ţórarinn Ţ Gíslason (IP-tala skráđ) 6.5.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gott ađ vita ađ ţađ eru fleiri svona fattlausir eins og ég

Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, einmitt. Hef upplifađ eitthvađ svipađ, bara á ţví sviđinu ađ ég skil aldrei hvađ "rangstađa" er eđa hvenćr er brotiđ á einhverjum og hvenćr er tćklađ, ég fagna bara ţegar hinir fagna

Lilja G. Bolladóttir, 7.5.2008 kl. 20:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.