Er heimsendir í nánd?

Hef ég misst af einhverju? Ég hef að vísu - að vanda - reynt að fylgjast vel með fréttum - bæði innlendum og erlendum, sérstaklega undanfarið. Rétt í þessu heyrði ég hins vegar óvænt auglýsingu í sjónvarpinu í miðju Kastljósi um að við ættum að taka þátt og greiða einhverja Heimsenda-gíróseðla. Eru Seðlabankinn og önnur stjórnvöld ekki að standa sig? Hefur eitthvað gerst í bankamálum meðan ég skrapp í líkamsrækt? Eða er þetta einhver smitun frá rússneska sértrúarfólkinu í hellinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Þú meinar að Kastljósið sé kannski farið að senda okkur gíróseðla fyrir bankana? Missti af Kastljósinu þannig að ég veit ekki.

Anna Guðný , 31.3.2008 kl. 21:39

2 identicon

Núh, heimsendir kostar eins og allt annað! Bankarnir leita því til almennings við fjármögnun hans, enda búið að skilja þá útundan í heims(enda)partíinu

Sæunn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Ómar Ingi

Eða kannski fór röng auglysing inn hjá þeim

Ómar Ingi, 31.3.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Anna Guðný

Ég sé að ég verð að horfa á endursýningu í kvöld.

Anna Guðný , 31.3.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Gísli Tryggvason

Mig grunaði að ég ætti ekki að vera að grínast; það misskilst alltaf - eða skilst a.m.k. ekki; ég mun útskýra tilraun mína til þess að segja brandara eftir endursýningu Spaugstofunnar.

Gísli Tryggvason, 31.3.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ég var bara að grínast með að góðgerðarstofnun auglýsti: Greiðið heim-senda gíróseðla!

Gísli Tryggvason, 1.4.2008 kl. 00:57

7 Smámynd: Anna Guðný

Jú, endilega haltu áfram . Ég var ekki viss, svo ég ákvað að grínast líka með þetta. Við hljótum að "fatta" þig bráðum.

Anna Guðný , 1.4.2008 kl. 08:32

8 identicon

Það er allavega alveg samkvæmt formúlunni, að ef heimsendi sé í nánd, þá þurfum við almenningur að fjármagna hann!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:34

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það mætti nú stundum halda að heimsendir væri í nánd þegar maður fær heimsenda gíróseðla - og það í hverjum mánuði!

Gaman að svona orðaleikjum... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband