Færðist upp um 11 sæti!

Uppgötvaði óvænt vinsældalista mbl.bloggara í gær (og á greinilega enn margt ókannað í netheimum) og fór að skoða listann. Vitaskuld hefur slíkur listi ekki áhrif á hlutlausa embættismenn eins og mig; ég tók samt "óvart" eftir því í morgun að ég hafði færst upp um 11 sæti úr 59. í 48. sæti. Í alvöru reyni ég þó að sannfæra mig - og ykkur - um að ég sé aðeins að reyna að koma málstað neytenda á framfæri (eins og mér ber lagaskylda til) en ekki ná einhverju sæti - rétt eins og ég stefndi aldrei að tiltekinni eða góðri einkunn í laga- eða stjórnunarnáminu - aðeins að verða góður lögfræðingur og bæta mig í stjórnun.

 

En auðvitað er stundum einhver fylgni eða skörun hér eins og þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það er bara gaman að fylgjast með þessum vinsældarlista. Ég byrjaði vikuna í nr. 171. Fyrir tveim dögum var ég í nr. 87 og núna komin í 79. En ég einmitt uppgötvaði þennan lista ekki fyrr en  fyrir viku síðan.

Anna Guðný , 29.3.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband