Löglaust, siđlaust og vitlaust - á „frjálsu“ vörunum

Verđ er eitt - og verđmerking og verđmćling annađ. Ţađ er víst tímabćrt ađ segja smá dćmisögu í tengslum viđ ţá stóru áskorun sem neytendur standa frammi fyrir ţessa dagana - og reyndar alltaf. Rétt er ađ huga ađ ţví smáa sem hver og einn neytandi getur - og getur ekki sjálfur - gert. Ţessi stóra áskorun er ađ standa gegn tilhneigingu til verđhćkkana (svo ekki sé talađ um ţann vanda sem ţeir geta ekki brugđist viđ nema međ gengisáhćttu ţar sem mćldar verđhćkkanir leiđa sjálfkrafa til hćkkunar „verđtryggđra“ lána).

 

1. Löglausar verđmerkingar eđa engar

Ég hef áđur tjáđ mig um löglausar eđa hćpnar verđmerkingar (ţ.e. rangar eđa ónógar verđmerkingar, skađlegar fyrirframverđmerkingar og of tíđar verđbreytingar) á vefsíđu talsmanns neytenda en sinni sjálfur ekki (í embćttisnafni a.m.k.) almennri verđgćslu eđa verđmerkingareftirliti. Neytendur eiga hins vegar rétt á og mikla hagsmuni af ţví ađ fyrirtćki sinni lögbundinni verđmerkingarskyldu sinni; um ţađ ćttu fjölmiđlar ađ spyrja meira. Neytendur eiga líka rétt á virku verđmerkingareftirliti. Ţađ er forsenda mikilvćgasta verđlagseftirlitsins - neytenda sjálfra. Ekki er eđlilegt ađ mínu mati ađ lagt sé á neytendur sjálfa og eina ađ sinna verđmerkingareftirliti gagnvart fyrirtćkjum, sbr. nánar í frétt hér á heimasíđu talsmanns neytenda í dag.

 

 2. Siđlausar verđhćkkanir

Rétt fyrir og rétt eftir páskahátíđ spurđi Fréttablađiđ mig hvort mér hefđu borist ábendingar um hćkkanir á vöru međ vísan til gengisbreytinga en ţađ hafđi mér ekki eins og fram kemur í Fréttablađinu (bls. 6) í gćr. Ég lét ţess hins vegar getiđ í viđtölum viđ blađamennina ađ ég teldi slíkar verđhćkkanir, sem hefđu annađ hvort ekki stođ í gengislćkkun eđa vćru ótímabćrar, vera siđlausar ţótt ţćr vćru vćntanlega löglegar - ţar sem viđ byggjum viđ frjálsa verđlagningu (um annađ en umrćdda mjólk sem á fyrri hluta ţessarar fyrirsagnar ekki skiliđ) og ćttum ađ geta treyst á samkeppni.

 

Ţetta hafđi Fréttablađiđ ekki eftir mér.

 

3. Vitlausar verđmerkingar eđa mćlingar

Rétt áđur en nálćg verslun lokađi yfir hátíđarnar vanrćkti ég í flýtinum ađ skođa kassastrimilinn fyrr en heim var komiđ - en ţá gerđi ég ţađ ţó um síđir eins og ég geri oftast. Ţó vill furđu oft dragast eđa farast alveg fyrir ađ snúa til baka međ vöruna ef ekki var rétt verđ á henni, hún tvígreidd eđa gölluđ - fyrr en hún er orđin mygluđ og ekki gaman ađ skila henni. Nú brá svo viđ ađ ég var bćđi tvírukkađur um vöru sem kostađi 329 kr. og svo var furđu hátt verđ - 714 kr. - á litlum rauđum chilipipar sem mér finnst svo góđur í mexíkóskum mat. Ég sá ađ vísu ađ verđiđ var - já, siđlaust - 2.799 kr./kg - en mér fannst eins og ţetta ćtti ađ kosta nokkra tugi króna enda vó chilipiparinn ađeins nokkra tugi gramma, fannst mér. Á kassastrimlinum var hann mćldur 0,255 kg. - eins og lítiđ epli! Ţegar ég var reyndar búinn ađ neyta helmingsins (og verslunin lokuđ yfir hátíđarnar) fór ég til baka í verslunina og fékk endurgreiddar tćpar 1.000 kr. - annars vegar fyrir tvígreiddu vöruna og hins vegar á 7. hundrađ fyrir vitlausu mćlinguna; rétt mćling var um 20 g ef ég man rétt. Rétt er ţví ađ huga ađ ađ fleiru en (kíló)verđinu - líka ţyngdinni - en eftirá ađ hyggja man ég ađ afgreiđslupilturinn var ađ hugsa um allt annađ og sýsla fleira en ađ afgreiđa mig.

 

Í leiđinni fór ég reyndar inn í verslunina og athugađi hvort ég gćti bara sjálfum mér um kennt varđandi hátt kílóverđiđ; nei, ţađ tók mig um 1/2-1 mínútu ađ leita uppi merkinguna - hana skorti ekki alveg - en hún var um 20-30 cm yfir gólfi. Ég efast um ađ hún standist!

 

Nógu slćmt er ađ eitthvađ af ţessu sé til stađar - en allt ţrennt í einu og sama tilvikinu! Í ţessu litla dćmi virđist sem sagt saman komiđ bćđi löglaus verđmerking, siđlaus verđlagning og vitlaus vigtarmćling; ef ekki verđur bćtt úr verđmerkingum og eftirliti ţarf sennilega róttćkari ráđstafanir - en lögin eru skýr ađ mínu mati, fjárlögin ekki eins góđ. Meira um ţađ síđar.

 


mbl.is Mjólkurlítrinn í 100 krónur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.