Snubbóttur endir - eða hvað?

Gaman að heyra að Hæstiréttur Svía hafi einnig lagt mat á hagsmuni neytenda með því að telja að "auglýsingahléin spilltu upplifun áhorfenda á myndunum" en við fyrstu fréttir af þessum dómi á BBC í gærkvöldi var aðeins vísað til höfundaréttar leikstjóra, sjá fyrri færslu mína. Þannig fetar Hæstiréttur Svíþjóðar góðan meðalveg með því að byggja niðurstöðuna ekki bara á réttindum eigenda höfundaréttar eins og skilja mátti við fyrstu fréttir BBC.

 

Annars er athyglisvert að lesa blogg um fréttina um þennan dóm því þar er annars vegar vísað til þess að sumir hlaði niður höfundaréttarvörðu efni af því að eigendur þess skjóta sig í fótinn - eins og ég hef áður fjallað um - og hins vegar rætt um bíómyndahlé sem stundum virkar þannig á mig að ég segi (eða hugsa) - gríðarlega hissa: "Þetta var snubbóttur endir!"


mbl.is Auglýsingahlé í kvikmyndum brot á höfundarrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband