Leikstjórar vinna mál gegn sjónvarpsauglýsingum - en hvað með neytendur?

Ég heyrði á BBC í kvöld af niðurstöðu Hæstaréttar Svíþjóðar um að auglýsingar, sem rufu sýningu bíómyndar, hefðu brotið gegn höfundarétti leikstjóranna - þó að auglýsingarnar hefðu aðeins komið á milli atriða; gott mál - en hvers eiga neytendur að gjalda?

 

Málið er birtingarmynd þess að þrátt fyrir réttarumbætur undanfarinna ára í þágu neytenda - ekki síst vegna áhrifa frá Brussel - er vestrænt réttarkerfi enn miðað við fyrirtæki og eignarrétt. Þarna var tekist á um hagsmuni og eignarréttindi þeirra litlu - eigenda höfundaréttar - gagnvart hagsmunum og eignarréttindum hinna stóru - eigenda sjónvarpsstöðva og auglýsenda.

 

Þó að þarna hafi hinir litlu sigrað þá stærri er því miður enn sjaldgæft að hinir minnstu - neytendur - hafi sigur í vörn gagnvart ásókn fyrirtækjanna. Sá tími mun þó væntanlega koma - líka á Íslandi.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Þó að þarna hafi hinir litlu sigrað þá stærri er því miður enn sjaldgæft að hinir minnstu - neytendur - hafi sigur í vörn gagnvart ásókn fyrirtækjanna. Sá tími mun þó væntanlega koma - líka á Íslandi."

Getum við fært þessi orð þín yfir á lyfjaneytendur (hrikalegt orð) ?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.3.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Já; það er hægt að færa þessi orð mín yfir á "lyfjaneytendur" - því þeir eru eins og aðrir neytendur loks í sókn á Íslandi nú. Ég ákvað hins vegar að fengnum upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um fyrirhugaðar aðgerðir hans til almennrar lækkunar á lyfjaverði - sem nú eru komnar fram - að aðhafast ekki sjálfur í þessu efni að sinni, sjá hér.

Gísli Tryggvason, 19.3.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott mál Gísli, ég fagna því að þú skulir vera með vakandi auga á þessu stóra neytendamáli sem öðrum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.3.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband