Ber forsetinn einhverja ábyrgð?

Einu athugasemdirnar sem ég hef fengið við færsluna frá í gær (og það aðeins á öðrum vettvangi) um mögulega ábyrgð á hruninu af hálfu ýmissa hópa - eru annars vegar að hugsanlega beri alþjóðleg matsfyrirtæki einhverja ábyrgð, sem kann að vera en ég þarf að íhuga nánar, og að forsetinn beri ábyrgð (en reyndar fjallaði ég aðeins um hópa en ekki einstaka aðila); af því tilefni vil ég vekja athygli á að í stjórnarskránni segir í 11. gr.:

 

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.

 

Í færslunni frá í gær segir:

 

"Nú þegar liðið er ár frá neyðarlögum og bankahruni og aðeins mánuður er þar til skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt gæti verið fróðlegt að velta fyrir sér fræðilegum möguleikum á ábyrgð á

  • aðdraganda hrunsins og
  • afleiðingum þesa.

 

Ábyrgð getur bæði komið til vegna

  • verka einstakra aðila og
  • athafnarleysi þeirra sem áttu að sýna frumkvæði.

 

Ég ætla að freista þess að greina í einfaldri og lítt rökstuddri töflu:

  1. einstaka hópa (en ekki persónur) sem almennt kunna að verða látnir bera ábyrgð,
  2. líkindi á ábyrgð að mínu mati,
  3. tegund ábyrgðar - f.o.f. lagaleg (og þá einkum bótaábyrgð og refsiábyrgð) en annars t.d. starfsleg eða pólitísk,
  4. hvaða aðili fer með aðalfrumkvæði að rannsókn og
  5. hver fer væntanlega með lokaúrskurðarvald í því efni.
 

Aðilar

Líkindi

Tegund

Aðalfrumkvæði

Úrskurðarvald

Ráðherrar

Líklegt

Lagaleg

Alþingi

Landsdómur

Þingmenn

Líklegt

Pólitísk

Rannsóknarnefndin

Kjósendur

Embættismenn

Ólíklegt

Starfsleg

Rannsóknarnefndin

Ráðherrar

Opinberir stjórnarmenn

Ólíklegt

Lagaleg

Rannsóknarnefndin

Ráðherrar

Endurskoðunarfyrirtæki

Líklegt

Bótaábyrgð

Lögmenn (ríkis)

Dómstólar

Kröfuhafar

Tap (hluta)

Skilanefndir

Dómstólar

Lántakendur

Skuldahækkun

Alþingi

Dómstólar

Hlutabréfaeigendur

Tap

Á vart við

Eðli áhættufjár

Innistæðueigendur

Nei

Full ábyrgð

Stjórnvöld

Alþingi

Peningamarkaðssjóðfélagar

Tap hluta

Stjórnvöld

Dómstólar

Bankar

Ekki til

Á vart við

Alþingi

Kröfuhafar

Stjórnarmenn banka

Líklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Æðstu stjórnendur banka

Líklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Millistjórnendur banka

Ólíklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Aðrir starfsmenn banka

Nei

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Fjölmiðlar

Ólíklegt

Markaðsleg

Netið

Lesendur

 

Vafalaust gleymi ég einhverjum og má þá bæta úr því í athugasemdum, svo og ef ég ofmet eða vanmet ábyrgð einhverra aðila. Sama er að segja um rökstuðning sem eðli málsins samkvæmt er knappur í slíku töfluformi. Loks þarf ekki að deila um það að borgarar landsins og ekki síst skattborgarar (hérlendis og erlendis) munu augljóslega bera byrðar vegna hrunsins á endanum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Aldrei náð að skilja þetta bullerí & einelti á Ólaf Ragnar nema á þann hátt að undan því sé kynt frá skemmdarverkastýríngu Valhallar, til að bæta bölið með að benda á eitthvað annað.

Tek fram að ég hef aldrei kosið manninn til neinna verka, hvorki í pólitík né í forsetaembættið, en mér finnst hann hafa unnið sína plikt sem ópólitískur sendiherra landsins.

Steingrímur Helgason, 6.10.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sammála - enda kaus ég hann og er bara að bæta úr skorti frá í gær á annars vonandi heildstæðri úttekt á ábyrgð frá toppi til táar.

Gísli Tryggvason, 6.10.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.