Mánudagur, 21. september 2009
Óttast að fólk sé að gefast upp
Um helgina hitti ég tvo unga menn sem ætla að yfirgefa landið - til frambúðar að sögn - og líst ekki á framtíðina hér. Ég varð niðurdreginn yfir þessu vonleysi þeirra. Enn verra fannst mér þegar tvær konur sögðust vera að gefast upp - vegna skuldaáþjánar.
Að vísu skil ég að mörgum finnist biðin löng eftir bættum stjórnarháttum og uppbyggilegri umræðuhefð - sem ungu mennirnir nefndu sem ástæðu væntanlegrar brottfarar. Þeir hafa að vísu tengsl við útlönd og engar verulegar skuldir hérlendis og eiga ekki börn og því er e.t.v. skiljanlegt að þeir freisti gæfunnar erlendis eftir því sem unnt er.
Konurnar tvær, sem komu að máli við mig að fyrra bragði, eiga hins vegar ekki eins auðvelt með að fara af landi brott - eiga hér ung börn og fjölskyldu - en sögðu að þær væru að gefast upp á biðinni!
Loks tek ég, hér með, upp þráðinn eftir langt blogghlé og freista þess að nota þennan miðil að nýju til þess að setja málefni neytenda í kastljós út frá fréttum líðandi stundar.
Ná ekki endum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Stjórnlagaþing Viltu stjórnarskrárvarið stjórnlagaþing sem þjóðin kýs til að semja nýja stjórnarskrá?
- Talsmaður neytenda Talsmaður neytenda hefur þríþætt hlutverk - varðstöðu um hagsmuni og réttindi neytenda, kynningu á réttarreglum um neytendamál og áhrif til úrbóta fyrir neytendur.
- Leiðakerfi neytenda Gerir neytendum sjálfum kleift að leita réttar síns óháð stað og stund.
- Viltu leita sátta? Aðgangur til ókeypis sáttaumleitunar fyrir neytendur hjá sýslumanni.
Höfundur
... á að verja neytendur og upplýsa...
... og er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum.
Leitið réttar ykkar í Leiðakerfi neytenda!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 152352
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- gesturgudjonsson
- gudnym
- ekg
- gudridur
- hallurmagg
- annapala
- mortenl
- bryndisisfold
- ea
- olinathorv
- ringarinn
- marinogn
- gudruntora
- gudmundsson
- oddgeire
- holmdish
- hlynurh
- armannkr
- ragnhildur
- toshiki
- helgasigrun
- esv
- kolbrunb
- eirikurbergmann
- martasmarta
- judas
- vennithorleifs
- lara
- jensgud
- kristbjorg
- gvald
- lafdin
- sponna
- stefanbogi
- baldurkr
- klarasigga
- stebbifr
- husmodirivesturbaenum
- huldumenn
- gurrihar
- sveinnt
- roggur
- gudmundurmagnusson
- halkatla
- birkir
- kolbrunerin
- inhauth
- lillo
- ollana
- fleipur
- elfur
- don
- ingibjorgelsa
- vefritid
- ziggi
- volcanogirl
- bleikaeldingin
- herdis
- saemi7
- thuridurbjorg
- hemba
- gisliblondal
- ein
- hogni
- liljabolla
- hallibjarna
- asgerdurjoh
- gthg
- freedomfries
- bjarnihardar
- frisk
- hvala
- bumba
- jaj
- svavaralfred
- kokkurinn
- omarsarmalius
- kari-hardarson
- icekeiko
- siggiulfars
- svatli
- maggib
- hl
- lehamzdr
- haukurn
- esb
- gislihjalmar
- hlini
- fufalfred
- suf
- icerock
- ornsh
- gudbjorng
- reykur
- agnarbragi
- fsfi
- alla
- blossom
- skarfur
- arniharaldsson
- asabjorg
- thjodarsalin
- launafolk
- bjarnimax
- bjorgjens
- bookiceland
- gattin
- dofri
- doggpals
- einarbb
- hjolagarpur
- ews
- rlingr
- estersv
- fridrikof
- frjalshyggjufelagid
- geirthorst
- gingvarsson
- gillimann
- gretarmar
- bofs
- muggi69
- sverrirth
- zeriaph
- gunnaraxel
- vild
- heim
- helgatho
- hehau
- drum
- kht
- fridabjarna
- ingibjhin
- ibb
- fun
- godaholl
- stjornun
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- leifur
- vrkristinn
- reisubokkristinar
- wonderwoman
- peturmagnusson
- ludvikludviksson
- maddaman
- bidda
- iceland
- ragnar73
- robertb
- salvor
- sigurdurarna
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- svanurmd
- strandir
- spurs
- tara
- nordurljos1
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- vilberg
- vilhjalmurarnason
- steinig
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorirniels
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Fólk sér enga framtíð hér lengur. Því miður.
Hvað verður um fólk eins og mig sem enn nær endum saman en naumlega þó? Ef skattar og gjöld hækka meira en orðið er þá mun ég innan fárra mánaða færast niður í þann hóp sem ekki nær endum saman.
Ég sé ekkert annað í stöðunni en að fara úr landi ef ég vil komast hjá því að lenda í vanskilum með allar mínar skuldir.
Vandinn er stór og stjórnvöld ekki starfinu vaxin. Skattahækkanir á gjaldþrota þjóð munu seint teljast hagkvæm lausn á fjárhagsvanda þjóðar. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá.
Hrafna (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 20:26
Var í róð í dag við dósamóttöku en ég ákvað að losa mig við dósir sem höfðu safnast upp á heimilinu til þess að eiga fyrir mjólk handa börnunum mínum 3 út þessa vikuna.
Hljóðið í þeim sem þarna voru var ekki gott og er hatur út í ríkisstjórnina að magnast með hverjum degi að mér finnst
Steinar Immanúel Sörensson, 21.9.2009 kl. 22:09
Já það er ekki fallegt búið sem hrunaflokkarnir - Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur - skildu eftir sig. Því miður eru engar patent lausnir til á vandanum. Við verðum sem þjóð að takast saman á við málið og þar skiptir mestu að dreifa birgðunum með sanngjörnum hætti þannig að þeir sem mest hafa beri þær þyngri en þeir sem minna hafa. Það er svo sérstakt úrlausnarefni hvernig taka beri á málum þeirra sem skuldsettu sig upp fyrir haus í "góðærinu" annað hvort í hreinni fíflsku um það að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu myndi endalaust hækka í verði eða þá í von um skyndigróða af fasteignabraski - dæmin eru mörg um hvort tveggja en nú á samfélagið að sjálfsögðu að hjálpa. Ætlaði þetta sama fólk að láta samfélagið njóta ávaxta af væntum gróða sínum - ég bara spyr?
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:24
Takk fyrir atvikssögurnar, Hrafna og Steinar Immanúel, og uppbyggilega ábendingu Reinhard, gamli félagi; gott væri að fá ábendingu frá ykkur hvernig á að bregðast við (ég gerir ráð fyrir að ekki sé lengur rætt um hvort tilefni er til þess). Er leiðin gerðardómsleið mín eða ein af þeim efnislegu tillögum sem komið hafa frá þeim aðilum sem ég hef starfað óformlega með undanfarna 7 mánuði, síðan í febrúar sl.(sjá www.talsmadur.is) - eða einhver hugmynd frá ykkur?
Gísli Tryggvason, 21.9.2009 kl. 23:55
Ég er ekki sammála því að framtíðarhorfur hér sú dökkar. Það eru horfurnar næstu mánuðina sem nú skipta öllu máli. Sem þýðir að mínu mati að næstu mánuðir skera virkilega úr um það hvernig hinn venjulegi íslendingur getur tekist á við framtíðina hér. Það er ekki hægt að draga það lengur að leggja fram skýrar leiðir til úrbóta í fjármálum heimilanna í landinu. Ég bind miklar vonir við að þú verðir duglegur Gísli að upplýsa okkur hin um þær áætlanir sem til greina koma og verða síðan teknar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.9.2009 kl. 23:57
Það mikilvægasta sem nú er gert að að tryggja öryggi fólks, tryggja það á allann hátt að ekki verði hægt að ganga að heimilum einstaklinga og reka það út á gaddinn.
Núverandi lög þetta varðandi gefa þeim sem sem í vandræðum eru kost á þvi að fá frestun á nauðungaruppboðum til byrjunar nóvember þessa árs.
Það mun taka 8 til 10 ár að koma samfélaginu hér í gott stand, þvi þarf að setja neyðarlög sem banna að heimilifólks verði tekin af þeim a.m.k. þann tíma.
Steinar Immanúel Sörensson, 22.9.2009 kl. 00:19
Ætluðu þeir að láta samfélagið njóta góðs af væntum hækkunum ?? spyr bæjarstjórinn ( fyrrverandi ? ) en sú manngerð hefur einmitt skuldsett sveitarfélögin upp í rjáfur í mikilmennskubrjálæði.Ofþenslu og bulli ( kann vel að vera að einn leikskólakennari hafi verið ráðin, dreg ekki úr því. Ef gengislán eru vandamálið m.a. af því ríkisvaldið er fól bankaræningjum að reka bankana og gera út af við efnahagslífið brást. Þá er það minnsta sem hægt er að gera að hjálpa fólki á meðan það bíður eftir að óveðrinu sloti ( það sem bankar og sveitarfélög fá að gera ). Sama gildur um verðtrygginguna sem lánveitendur höfðu allir sem einn hag af að blása skipulega upp. Í stuttu máli þá er ríkisvaldið þjófsnautur sem hefur hirt þýfið af þeim sem stálu frá heimilinum m.a. lífsbjörginni. Þjófagengi ríkisvaldsins sitja áfram í vel launuðum störfum en með engan efnhagsreikning. Það eina sem hefur verið fært er tekjuhlið bankanna og þeir hafa svo ræst út dómstólana. Það er að vísu ekki verið að stefna útgerðarfyrirtækjum eða sveitarfélagi heldur almenningi.
Leiðrétting í anda hagsmunasamtaka heimilanna er það eina réttláta því það var svindlað á ÖLLUM lántakendum. Því miður standa fyrirtækin enn ver nema þau sem eru ríkisvædd.
Einar Guðjónsson, 22.9.2009 kl. 01:02
Gott hjá þér Gísli að skrifa um stöðu mála.
Takk fyrir að standa vaktina með sóma.
Þórður Björn Sigurðsson, 22.9.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.