Neyslustýring eða neytendavernd?

Ég tek fram að við Ögmundur Jónasson áttum árum saman gott samstarf í þágu launafólks og viðurkenni að í þessu framtaki hans sem heilbrigðisráðherra felst vissulega að nokkru svonefnd forsjárhyggja - ef fólk hugsar um neytendur almennt, sem eiga jú samkvæmt fremur almennri skoðun sjálfir að kunna fótum sínum forráð. Líklegt markmið heilbrigðisráðherra er engu að síður að mínu mati réttmætt - að stýra neyslu þannig að barnungir neytendur séu verndaðir gegn óheilsusamlegri neyslu gosdrykkja - og gjarnan annars sykurvarnings. Hins vegar finnast mér fjölmiðlar einblína á jákvæð áhrif sykurskatts gagnvart tannvernd en gleyma að fjalla um það sem heilbrigðisgeirinn er nokkuð einhuga um að nefna:

 

offitu-faraldur.

 

Ég vona að sem flestir átti sig á að ekki er aðalmálið að stýra neyslu fullorðinna neytenda heldur aukin neytendavernd barna - en þar er hollustuvernd eitt lykilatriðið í nýlegum leiðbeiningum okkar umboðsmanns barna. Meðal lykilatriða þar er þetta:

 

Fjölskylduvænar dagvöruverslanir
Í dagvöruverslunum skal leitast við að ekkert sælgæti, flögur, gos eða þvíumlíkt sé nærri kassa og a.m.k. sé tryggt að einn kassi sé laus við slíkar vörur í verslunum þar sem eru fleiri en tveir kassar. Auk þess er mælst til þess að auðvelt sé fyrir fólk með börn að ganga um dagvöruverslun en sneiða hjá matvælum, sem höfða sérstaklega til barna og hafa hátt innihald sykurs, salts, fitu eða transfitu – einkum ef þau eru í sjónhæð barna.

 

Ekki kann ég að reikna hve mikið fæst í ríkissjóð með framtakinu enda hef ég lýst því yfir að það sé ekki mitt hlutverk að hafa skoðun á sköttum - nema þeir raski frjálsum viðskiptum neytendum í óhag. Enn síður er það hlutverk talsmanns neytenda að lýsa afstöðu til þess hvert skatttekjur eigi að renna - til velferðarþjónustu eða annars.

 

En raskar þetta frjálsum viðskiptum? Já; neyslustýring - sem margir hreinstefnumenn á sviði hagfræði, stjórnmála og skattaréttar andmæla - getur að mínu mati haft nokkuð augljós hagræn áhrif þannig að færri vilja kaupa - eða geta keypt - sykraða gosdrykki - samkvæmt kenningunni. Undirtektir mínar styðja því frekari opinberar álögur á neytendur í hagrænu, lýðheilsupólitísku skyni; því miður var ég nokkuð einn um þá skoðun í óformlegu samráði á vegum hins opinbera fyrir rúmum tveimur árum - þegar ríkisvaldið áformaði snemma árs 2007 lækkun "matarvirðisaukaskatts" - að ekki ætti að lækka opinberar álögur á óhollustu í einhverjum skilningi. Fulltrúi viðskiptaráðuneytis lét sérstaklega í ljós undrun sína á að talsmaður neytenda teldi að halda ætti álögum á neytendur - sem ég vildi gera í forvarnarskyni vegna veikburða neytenda á borð við börn. Ég stend við þá skoðun. Kjarni málsins er að hérumrædd breyting væri ekki (öllum) neytendum í óhag að mínu mati.


mbl.is Sykrað gos skattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Sammmála neyslustýringu enda augljóst að það þarf að hlífa börnunum við gengdarlausu sykuráti. Sykur er áhættuþáttur í svo mörgu s.s. offitu tannskemmdum jafnvel gætu börnin verið útsettari fyrir  alkahólisma.

Hörður Halldórsson, 15.5.2009 kl. 00:50

2 identicon

Neyslustýring er eðlilegur hluti skattkerfisins.  Háir skattar á sígarettur eru fyrirbyggjandi og hala lika in pening til að dekka tapið sem samfélagið verður fyrir vegna þess að einstaklingar sem reykja valda álagi á heilbrigðiskerfið.  Sömu rökum má beita fyrir skattlagningu á sælgæti.

Á Íslandi hefur neyslustýring í skattakerfinu verið "öfug" eins og margt annað hér á landi.  T.d. var lögum um vörugjöld á pallbíla breytt til lækkunar með þeim afleiðingum að allar götur fylltust af mengandi amerískum landbúnaðartækjum sem rétt skriðu á  milli bensínstöðva á meðan þeir sem óku á umhverfivænni og sparneytnari bílum voru látnir borga fullt gjald.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Skattur leysir ekki vandan (allavega ekki allan). Það getur haft fyrirbyggjandi áhrif en einu áhrifin sem ég hef séð er að reykingarfólk (sem Þráinn talar um) kvartar meira um að þær séu of dýrar en kaupa þær samt áfram. Skattlagning á gosdrykkjum hinsvegar hefur í raun bara það markmið að auka skatttekjur ríkisins því fólk sem vill skreppa út í búð og kaupa sér slíkt mun hvort sem er gera það. Áfengisgjaldið var hækkað og hvað? Fólk kaupir þetta ennþá. Þessi skattlagning hefur því lítið að gera með að fyrirbyggja offitu eða versandi tannheilsu.

Ég er þó sammála um að sykrað, saltað, fitað og hvað sem passar inn í þennan flokk eigi að takmarka í búðum, þ.a.s. aðgengi barna. Hinsvegar eiga líka foreldarar að vita betur og leyfa þeim ekki að borða hvað sem er. Skattlagning er því versta leiðin að því markmiði. Það eru margar leiðir til að leiðrétta það, bara verst að slíkt hafi kannski virkað best áður en allt fór til andskotans hérna. Fyrir mér hljómar þetta bara sem leið til að bæta klínki inn í ríkisskassan (miðað við upphæðina sem vantar) en ekki til að bæta úr offitu og tannheilsu. Óþolandi þegar fólk fer á tölfræðibrask, þ.a.s. notar rannsóknir sem fjalla um ákveðið mál og setja það í samhengi við aðrar áætlanir.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 15.5.2009 kl. 01:49

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér skilst reyndar af tannlækni mínum að það sé ekki sykurinn í gosi eins og Coca Cola sem veldur mestum skemmdum. Það er einhver sýra sem á ensku kallast Phosporic acid, í þessum drykkjum sem notuð er af tannlæknum til að losa fyllingar, sama hvort um er að ræða sykurlausa drykki eða ekki.

Mér finnst þetta vanta í umræðuna. Kannski þú hafir áhuga á að skoða þetta betur, Gísli?

Hrannar Baldursson, 15.5.2009 kl. 06:26

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Notkunn á sykri í hvers kyns unnar matvörur er mikil hér á landi. Má þar nefna hvers kyns unnar mjólkurvörur. Þar hefur að mínu mati verið farð offari þó aðeins hafi dregið úr og boðið sé nú upp á minna sykrað sem val. Sama á við um ávaxtasafa og er Svali gott dæmi. Innhaldslýsingar á vöru eru líka oftast með svo smáu letri að þær eru á mörkum þess læsilega. Það er að mörgu að hyggja þegar neyslustýring er annars vegar, en hún á vissulega rétt á sér. Vel þarf að ígrunda slíkt hverju sinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.5.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mikilvægir þættir til varnar þessu finnast mér vera þessir:

Börn neyta þess sem að þeim er rétt og vita ekki betur en að þetta sé í lagi ef foreldrarnir stoppa þau ekki af. Sumir foreldrar gera það ekki. Saklaus börnin gjalda fyrir það með ónýtum tönnum. 

Skattlagningin á gosinu gerir ríkissjóði (sem er ekkert sérlega ríkur núna) kleyft að greiða fyrir skemmdir sem þegar hafa orðið á tönnum þessara barna. 

Síðan þyrfti að efla allt forvarnarstarf og þá ætti ekki að þurfa að vera með neina forsjárhyggju, allavega ætti kostnaðurinn sakir þessa að minnka og þarmeð hægt að afnema þennan skatt af aftur.

Sumir hafa notað þau rök að hver sé sinnar gæfu smiður og að þetta sé þeim sjálfum að  kenna. Ég vildi að þetta væri svo einfallt. Börn eru nefnilega sjaldnast sinnar gæfu smiðir að öllu leiti.

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.5.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.