Óvalkvæð aukagjöld standast ekki

Þetta tel ég ekki standast - og mun beita mér gegn þessu á vettvangi norrænna (eða jafnvel evrópskra) kollega ef færi gefst eins og ég þegar hef gert innanlands - þ.e. að amast við aukagjöldum á neytendur vegna þjónustu sem felur ekki í sér einhverja afmarkaða viðbót sem neytandinn getur valið - og hafnað.

 

Einhver misskilningur hlýtur þó að felast í þessari frétt því að innskráning er nauðsynlegur hluti flugferðar þó að velja megi hvort fleiri en ein taska er innskráð, þyngd tösku eða hvort keyptur er matur eða annað í flugferðinni o.s.frv. Forsenda gjaldtöku er sem sagt að mínu mati að tekið sé gjald vegna afmarkaðrar og valkvæðrar aukaþjónustu við flugfarþega. Hugsanlega felst í þessu ráðagerð um að flytja kostnað af öllum yfir á einstaka neytendur sem vilja viðbótarþjónustu á borð við margar eða þungar töskur. Aukagjöld vegna aukaþjónustu eru í lagi en aukagjald vegna nauðsynlegs hluta hinnar seldu þjónustu (flugferðar) stenst að mínu mati ekki. Af sömu ástæðu hef ég efasemdir um niðurlag fréttarinnar er lýtur að atriðum sem vart eru valkvæðir í hefðbundnum skilningi:

 

Ryanair hefur hugleitt ýmsar sparnaðarleiðir að undanförnu. Meðal annars hefur lagt til að farþegar greiði fyrir notkun salernis í flugvélunum og að mjög þungir farþegar greiði aukagjald.


mbl.is Verða að borga fyrir innritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er vissulega ástæða til að vaka vel yfir slíkum gjöldum, þau koma gjarnan í bakið á neytendum sem telja að auglýst verð sé endanlegur kostnaður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.5.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Þakka þér fyrir stuðning þinn, Hólmfríður.

Gísli Tryggvason, 14.5.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.