Fimmtudagur, 23. apríl 2009
ESB ræður til lykta hagsmunamati milli neytenda og framleiðenda tónlistar
Hér er enn eitt dæmi um að Evrópusambandið (ESB) er æ oftar og á sífellt fleiri sviðum sá vettvangur þar sem hagsmunum íbúa Evrópulanda er ráðið til lykta. Oft á það við - eins og í þessu tilviki - um hagsmuni bæði núlifandi sem ófæddra Evrópubúa, bæði innan núverandi 27 aðildarríkja ESB og íbúa ríkja sem eiga aukaaðild að ESB með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Íslands.
Aðalmunurinn fyrir neytendur, launafólk, sveitarfélög, atvinnurekendur og flesta aðra - utan tiltekinna landbúnaðargreina - verður sá að fulltrúar þeirra munu eiga möguleika á áhrifum á reglur eins og þessar; í þessu tilviki stefnir í málamiðlun um lengingu úr 50 árum í 70 ár í stað 95 ára eins og lýst er í fréttinni.
Þarna er þó ekki um að ræða sérstakt hagsmunamál Íslendinga eins og önnur dæmi eru um. Í inngangi fréttar um mat mitt á áhrifum á ESB-aðild Íslands fyrir neytendur sagði:
"[K]jör neytenda myndu stórbatna við aðild Íslands að ESB eða fljótlega í kjölfar hennar"
Talsmaður neytenda telur réttindi neytenda lítið breytast þó að aukaaðild Íslands að ESB yrði að fullri aðild. Öðru máli gegni hins vegar um kjör neytenda, sem myndu stórbatna - sem og möguleikar íslenskra aðila til þess að bæta stöðu neytenda hérlendis.
Gleðilegt sumar.
Höfundarréttur laga verður 70 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Stjórnlagaþing Viltu stjórnarskrárvarið stjórnlagaþing sem þjóðin kýs til að semja nýja stjórnarskrá?
- Talsmaður neytenda Talsmaður neytenda hefur þríþætt hlutverk - varðstöðu um hagsmuni og réttindi neytenda, kynningu á réttarreglum um neytendamál og áhrif til úrbóta fyrir neytendur.
- Leiðakerfi neytenda Gerir neytendum sjálfum kleift að leita réttar síns óháð stað og stund.
- Viltu leita sátta? Aðgangur til ókeypis sáttaumleitunar fyrir neytendur hjá sýslumanni.
Höfundur
... á að verja neytendur og upplýsa...
... og er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum.
Leitið réttar ykkar í Leiðakerfi neytenda!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 152352
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- gesturgudjonsson
- gudnym
- ekg
- gudridur
- hallurmagg
- annapala
- mortenl
- bryndisisfold
- ea
- olinathorv
- ringarinn
- marinogn
- gudruntora
- gudmundsson
- oddgeire
- holmdish
- hlynurh
- armannkr
- ragnhildur
- toshiki
- helgasigrun
- esv
- kolbrunb
- eirikurbergmann
- martasmarta
- judas
- vennithorleifs
- lara
- jensgud
- kristbjorg
- gvald
- lafdin
- sponna
- stefanbogi
- baldurkr
- klarasigga
- stebbifr
- husmodirivesturbaenum
- huldumenn
- gurrihar
- sveinnt
- roggur
- gudmundurmagnusson
- halkatla
- birkir
- kolbrunerin
- inhauth
- lillo
- ollana
- fleipur
- elfur
- don
- ingibjorgelsa
- vefritid
- ziggi
- volcanogirl
- bleikaeldingin
- herdis
- saemi7
- thuridurbjorg
- hemba
- gisliblondal
- ein
- hogni
- liljabolla
- hallibjarna
- asgerdurjoh
- gthg
- freedomfries
- bjarnihardar
- frisk
- hvala
- bumba
- jaj
- svavaralfred
- kokkurinn
- omarsarmalius
- kari-hardarson
- icekeiko
- siggiulfars
- svatli
- maggib
- hl
- lehamzdr
- haukurn
- esb
- gislihjalmar
- hlini
- fufalfred
- suf
- icerock
- ornsh
- gudbjorng
- reykur
- agnarbragi
- fsfi
- alla
- blossom
- skarfur
- arniharaldsson
- asabjorg
- thjodarsalin
- launafolk
- bjarnimax
- bjorgjens
- bookiceland
- gattin
- dofri
- doggpals
- einarbb
- hjolagarpur
- ews
- rlingr
- estersv
- fridrikof
- frjalshyggjufelagid
- geirthorst
- gingvarsson
- gillimann
- gretarmar
- bofs
- muggi69
- sverrirth
- zeriaph
- gunnaraxel
- vild
- heim
- helgatho
- hehau
- drum
- kht
- fridabjarna
- ingibjhin
- ibb
- fun
- godaholl
- stjornun
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- leifur
- vrkristinn
- reisubokkristinar
- wonderwoman
- peturmagnusson
- ludvikludviksson
- maddaman
- bidda
- iceland
- ragnar73
- robertb
- salvor
- sigurdurarna
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- svanurmd
- strandir
- spurs
- tara
- nordurljos1
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- vilberg
- vilhjalmurarnason
- steinig
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorirniels
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Ertu ekki hér (og ekki í 1. sinn) að misnota stöðu þína í pólitískum tilgangi?
Jón Valur Jensson, 24.4.2009 kl. 15:55
Sæll Jón Valur. Þér finnst það greinilega - og ekki fyrsta sinni enda ert þú hatrammur andstæðingur ESB-aðildar hvað sem tautar og raular.
Ég hef hins vegar undanfarin 15-20 ár verið fremur andstæður, svo skeptiskur, þá hallur undir aðild að ESB og loks aðildarsinni eftir jafn langa reynslu við að starfa fyrir námsmenn, launafólk og svo neytendur. Því tel ég það í mesta lagi vera notkun - en ekki misnotkun - á stöðu minni að upplýsa um afstöðu mína en þó einkum samhengi hlutanna svo að neytendur (og nú kjósendur) geti vitað hið rétta, hlutlægt séð, hvað sem líður huglægri afstöðu minni og þinni. Það tel ég reyndar vera skyldu mína.
Misnotkun myndi ég kalla eitthvað sem væri til eigin ávinnings eða í annarlegu skyni sem ég vona að þú teljir upplýsingar og samhengi af minni hálfu ekki vera.
Gísli Tryggvason, 24.4.2009 kl. 23:16
Þetta er stórpólitískt mál og varðar þjóðréttarstöðu okkar og áunnin æðstu réttindi i löggjafarefnum um ókomna framtíð – ekki svo þröngt og afmarkað mál, að það varði einungis neytendahagsmuni og námsmenn okkar erlendis. (Að þú skulir nefna 'launafólk', Gísli, kemur undarlega fyrir sjónir, því að atvinnuleysi í Evrópubandalaginu (EB) hefur um áratugi verið margfalt á við okkar; en sumt af þeirri miklu vinnumálalöggjöf, sem þar er t.d. í Þýzkalandi og Frakklandi, hefur verið þung byrði á atvinnuvegunum og dregið úr samkeppnishæfni landa þeirra.)
Þess vegna er rangt að ímynda sér, að unnt sé að einblína í öllu þessu máli á þröngt afmarkaða hagsmuni vissra hópa og stétta. Hver skynsamur maður hlýtur að hugsa til yfirráða sjávarauðlinda okkar, en þau eru í hættu með s.k. "aðild" = innlimun í EB. Væri sá grunnatvinnuvegur okkar ekki í neinni hættu í þessu sambandi og ekki gerðar kröfur um að EB tæki til sín æðsta og úrslita-löggjafarvald hér á landi, en málið stæði hins vegar nánast eingöngu um ásækni þess gagnvart rekstrargrundvelli landbúnaðar hér á landi, þá myndi ég skilja betur málefnastöðu þína og kröfur, sem í orði kveðnu eiga að koma neytendum vel, þótt því sé raunar alls ekki treystandi.
En að vera reiðubúinn að snúa blinda auganu að framtíð íslenzks sjávarútvegs (sem útvegar okkur meira en 12 sinnum meiri erlendan gjaldeyri á hvern meðalstarfsmann en allir hinir atvinnuvegirnir), sem og að þeirri staðreynd, að æðsta löggjafarvald færi úr landi til Brussel, það er að mínu mati nóg til að gera hvern þann, sem þannig er ástatt um, nánast óhæfan til að vera að lýsa ábúðarmiklum skoðunum sínum á þessu Evrópubandalagi, hvað þá að vera með eindreginn áróður í þá átt að flækja okkur inn í það. Þjóni þetta þínum pólitíska flokki, væri það ennfremur full ástæða til að kalla fyrrgreindan málatilbúnað 'misnotkun' hjá manni, sem á að vera óhlutdrægur málsvari neytenda.
Ég vona að þetta hjálpi þér til að átta þig betur á afstöðu minni.
Jón Valur Jensson, 25.4.2009 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.