Játning talsmanns - og fyrrum lögmannsfulltrúa - og yfirbót

Best er að ég geri líka játningu úr því að upp er runnin tími yfirbóta í kjölfar upplýsinga um vafasama risastyrki til ráðandi stjórnmálaafla. Nú undir kvöld sótti ég fund um meinta spillingu varðandi Byr þar sem fulltrúi hollvina skoraði á alla að koma út úr skápnum og upplýsa um óhreint mjöl í pokahorninu þaraðlútandi.

 

Fyrir rúmum áratug starfaði ég sem ungur lögfræðingur (frekar en laganemi) fyrir lögmann, sem var handgenginn þáverandi stjórnarherrum, og fékk auk hefðbundinna lögmannsstarfa ýmis tilfallandi verkefni í þágu þeirra. Mér virðist ég ekki rjúfa trúnað samkvæmt siðareglum með því að upplýsa eftirfarandi.

 

Eitt verkefnið var að rökstyðja - gegn eigin sannfæringu því að ég hef lengi talið að stjórnmálaöfl eigi að vera óháð fjárhagslegum hagsmunum, einkum fyrirtækja - hvort það stæðist stjórnlagafræðilega að setja reglur um fjármál stjórnmálaflokka. Freistaði ég þess að rökstyðja, eins og farið var fram á, að ekki væri unnt vegna ákvæða stjórnarskrár um stjórnmála- og félagafrelsi að setja slíkar reglur í lög. Núverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, var þá sem endranær einn helsti talsmaður þess að slík lög yrðu sett. Með lagarökum mínum kann ég að hafa átt þátt í að tefja slíka löggjöf - og harma það. Lögin voru loks samin fyrir rúmum þremur árum að tilhlutan þáverandi forsætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, undir forystu þáverandi framkvæmdarstjóra Framsóknarflokksins, Sigurðar Eyþórssonar.

 

Eftirá að hyggja kann ég með umdeilanlegri röksemdafærslu minni um stjórnlagafræðilegt gildi slíkra laga löngu áður að hafa brotið gegn 1. gr. siðareglna lögmanna sem hljóðar svo:

 

Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.

Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.

 

Það er þó matsatriði enda ber lögmanni samkvæmt 8. gr. sömu siðareglna að vinna starf óháð eigin stjórnmálaskoðun og forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum; lögmaður þarf sem sagt vitaskuld ekki að vera hlynntur glæp til þess að verja sakamann; þetta verkefni fór þó óneitanlega gegn sannfæringu minni - þá sem nú. Til þess að fyrirbyggja misskilning tek ég fram að ég þáði ekki sérstakar greiðslur fyrir þessa vafasömu röksemdafærslu en mánaðarlaun mín sem lögmannsfulltrúi voru 150.000 - hundraðogfimmtíuþúsund - kr. fyrir ómældan tímafjölda.

 

Síðan hef ég í meira en áratug - vegna áhuga míns og sannfæringar en kannski innst inni líka sem yfirbót - unnið eingöngu í þágu launafólks og neytenda auk þess að styðja það með ráðum og dáð - innan flokks sem utan - að sett yrðu lög um fjármál stjórnmálaflokka. Þau lög hef ég fjallað um á þessari bloggsíðu nokkrum sinnum, sbr. t.d. síðustu færslu mína, og skrifaði um þau fyrsta neytendapistilinn á vefsíðu talsmanns neytenda í janúarbyrjun 2007.

 

Með þessu vona ég að ég hafi gert bæði iðrun og yfirbót.


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 00:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert maður að meiri að upplýsa þetta. Staðan sem þú lýsir er að mörgu leyti skiljanleg frá þínum sjónarhóli, sem ungur og óreyndur er ekki óeðlilegt að leitast við að fara að fyrirmælum yfirboðara sinna. Ég hef sjálfur lent í stöðu þar sem andstæðir hagsmunir og persónuleg tengsl toguðust á um faglega ábyrgð mína í starfi. Því er skemmst frá að segja að ég stoppaði stutt við á þeim vinnustað, en hef hreina samvisku af áðurnefndu máli.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkominn út út skápnum, spillingarskápnum   Vonandi farnast þér vel sem talsmaður neytenda.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2009 kl. 01:19

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er heiðarleg og góð játning. Það getur verið mikill léttir að segja frá einhverju sem er að angra mann. Ekki ætla ég að leggja beitt mat á afleiðingar þessa mats. þó það getu hugsanlega hafa seinkað lagasetningu. Það má þá benda á að afleiðingarnar eru að öllum líkindum að koma í koll, þeim sem um það báðu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2009 kl. 03:23

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er erfitt að vinna gegn sannfæringu sinni. Ég hef tvisvar verið í stjórnarráðinu og þá hef ég litið á það sem skyldu mína að túlka og reyna að framkvæma stefnu þeirra ráðherra sem þá voru við völd. Það er skylda embættismanna.

Hins vegar getur það verið erfitt ef maður er ekki sammála því sem ráðamenn gera. það kom nú ekki svo oft fyrir en ég man nú samt að þegar Falun Gong liðarnir sem komu hingað til lands í friðsamlegum mótmælum og voru fangelsaðir við komuna þá var mér nóg boðið.  Sjá blogg mitt um það hérna:Kínversk stjórnvöld og Falun Gong - Bandarísk stjórnvöld og Guantanamo, Íslensk stjórnvöld og vítisenglar

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.4.2009 kl. 07:00

6 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Gísli þú ert að standa þig fyrna vel sem "Talsmaður neytenda" og við (þjóðin + Solla stirða) erum mjög þakklátt þér fyrir þá frábæru vinnu sem þú skilar af þér!  Því miður gefur maður stundum undan eigin sannfæringu sem næstum ávalt kemur í bakið á manni, geri maður slíkt nógu oft, þá missir maður "sálu sína", en mér sýnist þú hafa lært af þessum mistökum!  Allir gera mistök, aðalatriði er að endurtaka ekki fáranleg mistök, heldur að læra af mistökum sínum og þróast áfram í rétta átt.  Kærleikurinn & sannleikurinn á alltaf að vera okkar leiðarljós, og ég óska þér alls hins besta á vegi þínum fram á við...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 13:26

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Húsbóndahollustan er alltaf erfið.  Vandamál mitt er að ég hef bæði misst vinnu og verkefni vegna þess að ég neita að tala gegn minni sannfæringu.  Hollusta mín er við sannleikann.  Ég hef oft bakað mér óvinsældir í bloggheimum fyrir að verja "rangan" málstað (t.d. þurfti ég að þola mikið skítkast á Eyjunni um daginn fyrir að vilja hafa það sem sannara reynist í málefnum Gunnlaugs M. Sigmundssonar og Kögunar) og oft þótt verjandi myrkrahöfðingjans, þegar ég hef ekki getað fallist á rök sem ekki halda vatni.  Ari fróði er minn mentor í þessum efnu:  Hafa skal það sem sannara reynist.

Ég held, Gísli, að þú sért örugglega búinn að bæta margfalt upp yfirsjón þína á sínum tíma og svo má ekki gleyma að einhver keypti álitið.  Það er kannski það svakalegasta við þessa "játningu" þína, að stjórnmálaflokkar og hagsmunaaðilar skirrast ekki við að senda nefndum Alþingis álit sem snúast bara um að verja pólitíska stöðu sína, en koma velferð þjóðfélagsins ekkert við.

Marinó G. Njálsson, 9.4.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.