Lög, siðferði og hagsmunir neytenda

Þó að FL Group hafi ekki verið á neytendamarkaði minnir þessi frétt - það að þetta sé frétt, að hægt sé að segja frétt um eitthvað sem stæðist ekki lög í dag - á hve mikil breyting felst að líkindum í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin eru til þess fallin að verja neytendur fyrir því að stjórnmálaflokkar séu á ósýnilegu framfæri fyrirtækja.

 

Nýlega áréttaði ég tímamótin sem felast í þessum lögum og velti fyrir mér hvort lögin næðu tilgangi sínum að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum. Meginatriði laganna rakti ég svo:

 

  • Hámark árlegs stuðnings einstaklings eða lögaðila til stjórnmálaflokka eða frambjóðenda verður 300 þús. kr. á ári.
  • Stuðningur hins opinbera verður aukinn í  staðinn.
  • Óheimilt er að taka við öðru framlagi frá opinberum aðilum.
  • Óheimilt er taka við framlögum frá óþekktum gefendum.
  • Óheimilt er að taka við framlögum frá opinberum fyrirtækjum.
  • Óheimilt er að taka við framlögum frá erlendum aðilum.
  • Flokkar og frambjóðendur hafa upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun.
  • Birta skal nöfn allra lögaðila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi.
  • Ríkisendurskoðun fer yfir reikningsskil stjórnmálaflokka og frambjóðenda.
  • Brot gegn lögunum geta varðað refsingu.

 

Upphaflega pistilinn um lögin og líklega þýðingu þeirra má lesa hér.


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband