Greiðsluaðlögun leysir ekki vandann nú

Þessi (fyrri) lög greiðsluaðlögun eru skárri en það frumvarp sem fyrri ríkisstjórn lagði fram síðsumars og fékk dræmar undirtektir af minni hálfu. Stærsti gallinn við þessi annars ágætu lög er ekki lengur að þau koma um 25 árum of seint en jafnaðarmenn og þeir, sem láta sig hagsmuni neytenda varða, hafa kallað eftir slíkri löggjöf árum saman. Lítill galli er að þau skuli ekki vera sérstök lög eins og ég lagði til. Stærsti gallinn við þessi lög er heldur ekki að þau taka ekki til veðlána, svo sem íbúðarlána, enda hyggst allsherjarnefnd Alþingis bæta úr því á næstu dögum. Stærsti gallinn er reyndar ekki heldur að í þeim felst ekki að skuldbinding ábyrgðarmanns falli niður við greiðsluaðlögun aðalskuldara eins og ég benti á í færslu í gær með tilvitnun í umsögn mína með tillögu um úrbætur; hafði ég áður bent á þetta í umsögn  um frumvarp þetta með samanburði við hin tvö frumvörpin - sem voru sama marki brennd að taka ekki á skuldbindingum ábyrgðarmanna.

 

Nei; stærsti gallinn við þessi lög um greiðsluaðlögun og viðbótarlög allsherjarnefndar er að slík lög eru ekki til þess fallin að taka á umfangsmiklum og brýnum skuldavanda heimilanna í landinu eins og hér er bent á og áréttað var í upphafi umsagnar minnar um málið:

 

Engu að síður tel ég ljóst að miðað við núverandi aðstæður nær greiðsluaðlögunarúrræðið engan veginn að mæta þeim mikla vanda sem íslensk heimili standa frammi fyrir vegna íbúðarveðlána og annarra skulda.

 

Lausnin felst að mínu mati í almennri niðurfærslu íbúðarveðlána eins og ég benti á 11. febrúar sl. í ákalli til stjórnvalda um almennar aðgerðir til lausnar efnahagsvanda heimilanna ásamt Hagsmunasamtökum heimilanna o.fl.; þar sagði m.a.:

 

Til að koma í veg fyrir að fjöldi lántakenda lendi í þroti og jafnframt stuðla að því að fasteignamarkaður fari aftur af stað þarf að auki að beita almennum aðgerðum í eitt skipti. Til þarf að koma veruleg og almenn niðurfærsla höfuðstóla íbúðarveðlána vegna verulegs og óvænts gengishruns íslensku krónunnar og þarafleiðandi hækkunar gengistryggðra og verðtryggðra lána í kjölfar verðbólgu undanfarna 18 mánuði.


mbl.is Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, sorglega "vitlaust" þetta lið og svo er það að monta sig endarlaust að þetta sé "vinstri lið" og gerir síðan akkurak ekkert að viti fyrir "einstaklinga & fjölskyldur" nema að "lengja í lánum & fresta nauðungar uppboðum" - svona "bull & blaður" er næstum ekki boðlegt, en þetta er Samfylkingin í hnotskurn "argasta drasl sá flokkur...  Á hinum norðurlöndunum væri t.d. hlustað á "Talsmann neytenda & Hagsmunasamtök heimilanna", bara ekki á Djöflaeyjunni.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 31.3.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tek heilshugar undir með þér, Gísli.  Greiðsluaðlögunarlögin eru góð til síns brúks, þegar eingöngu þarf að takast á við venjulegt ástand.  Nú eru afbrigðilegir tímar og þeir krefjast afbrigðilegra ráðstafana.  Víðtækar almennar aðgerðir þurfa að koma fyrst og síðan þurfa þeir sem eru í vanda þrátt fyrir slíkar aðgerðir að fara í greiðsluaðlögun.

Marinó G. Njálsson, 31.3.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband