Á að boða til sjálfstæðs stjórnlagaþings á árinu 2009? Skoðanakönnun

Í fyrradag birti ég uppskrift mína að stjórnlagaþingi - eða nýjum þjóðfundi - sem semdi nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina; nú þætti mér vænt um að lesendur svöruðu spurningakönnun hér til vinstri - á að boða til stjórnlagaþings á árinu, já eða nei? Könnunin stendur í sólarhring.

 

Hér eru meginrökin:

 

Af því tilefni vil ég nefna nokkur meginatriði um þetta hugðarefni mitt.

 

  • Stjórnarskráin er 135 ára í þessum mánuði að stofni til.
  • Í 105 ár, frá heimastjórn 1904, hefur stjórnskipulag lítið breyst með nánum tengslum þings og ráðherra/ríkisstjórnar.
  • Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum hefur hingað til aðeins getað komið frá Alþingi og stjórnmálaflokkunum sem þar eiga fulltrúa.
  • Stjórnarskrárbreytingar hafa ávallt fallið í skugga almennra kosninga.
  • Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur oft staðið til en alltaf mistekist.
  • Vantraust er á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.
  • Krafa er um beint lýðræði.
  • Óskir eru uppi um róttæka heildarendurskoðun stjórnskipunarinnar.

 

Lesa  uppskrift mína að stjórnlagaþingi.


mbl.is Lagt til að kosið verði til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Búin að kvitta í könnun!

Anna Karlsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Búinn að kjósa!

Þetta er svo mikilvægt og brýnt mál, að nauðsynlegt er að koma hugmyndinni betur á flot, kynna hana vel og fá fólk til að taka afstöðu.

Held við þurfum að spyrja -og svara í slíkri kynningu:

Af hverju þarf stjórnlagaþing? Hverju á það að skila þjóðinni?

Er fundur í Háskólabíói vettvangur? og/eða svo kanske vefsíða þar sem fjallað er um málið, hægt að blogga við greinar.

Er kanske hægt að virkja mbl.is til að vera með umfjöllun um málið líkt og gert er með ESB (sem er frábært framtak hjá Morgunblaðinu).

Hugsum hratt og örugglega!

Jón Ragnar Björnsson, 16.1.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

búin að segja mitt álit

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2009 kl. 02:27

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Innilega samála höfundi. Algjörlega fráfær tilllaga! Styð þetta 100% og meira ef á vantar...

Óskar Arnórsson, 16.1.2009 kl. 06:53

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Líkt og ég er búinn að segja þér, finnst mér þetta mjög góð hugmynd, sem er meira en skoðunar verð!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.1.2009 kl. 07:34

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2009 kl. 18:21

7 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Mikilvægt mál og tímabært.  Ekki sammála Nirði P Njarðvík um annað en að það þarf að stofna nýtt lýðveldi á Íslandi - - með skýrum aðskilnaði valdsins.

Neyðarstjórn hefur nóg að gera með bráðar aðgerðir - og Stjórnlagaþing þarf að kjósa algerlega aðskilið núverandi flokkavaldi.  Verst að við þurfum umboð frá sitjandi Alþingi til að komast í þetta ferli . . .  þar liggu þversögn dagsins

Benedikt Sigurðarson, 16.1.2009 kl. 23:16

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Búin að kjósa.

Kolbrún Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.