Glöggt er gests augað - afnám verðtryggingar meginatriði endurreisnar

Afnám verðtryggingar er meðal aðeins þriggja meginatriða, sem einn af þeim, er vöruðu okkur við, telur nauðsynlegt til þess að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Undanfarin þrjú ár hef ég - árangurslítið og þrátt fyrir mikið andstreymi frá "kerfinu" - reynt að finna hagfræðinga sem deila efasemdum mínum um réttmæti verðtryggingar og koma þeir nú loks í ljós - að utan - auk örfárra innlendra sem komið hafa fram á síðustu vikum.

Glöggt er gests augað. Carsten Valgreen, sem fyrir tæpum þremur árum varaði Íslendinga við þeim aðstæðum sem stuðluðu að hruni Íslands, segir í grein sinni í Fréttablaðinu á laugardag:

 

Í þriðja lagi verður að afnema verðtrygginguna svo að endanlega sé hægt að uppræta verðbólguna úr hagkerfinu. Þetta gæti falið í sér bann við nýjum verðtryggðum lánum og takmarkaðan aðgang neytenda að erlendum lánum.

Ég hef efast um réttmæti verðtryggingar út frá hagsmunum og réttindum neytenda, þ.e. hvers vegna veikari aðilinn í skuldarsambandi er látinn bera alla áhættuna af óvissri þróun atburða sem felst í verðþróun og þar með breytingu (les: hækkun) á vísitölu neysluverðs þó að sterkari aðilar í efnahagslífinu bæði viti meira og ráði meiru um þróun verðbólgu. Þá virðist Carsten Valgreen í grein sinni taka undir annað sem ég hef vakið máls á, þ.e. að verðtrygging sé ekki aðeins afleiðing - heldur einnig orsök - verðbólgu.

Ef ekki verður gripið til þessara aðgerða óttast ég að lærdómurinn sem draga má af þessari kreppu fari í súginn og ný holdgun hennar líti dagsins ljós eftir tíu til fimmtán ár.

mbl.is Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er akkúrat það sem ég hef verið að reyna segja líka, en engin viljað trúa að það væri hægt.

(IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Herðum baráttuna fyrir afnámi verðtryggingar og "handstýrðri leiðréttingu" - í gegn um hrunið.sjá færslu mína  Hér

Stillum saman strengina.

Kveðja

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 12.1.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband