Vor eða haust?

Víða sjást nú áskoranir, undirtektir, undirskriftarsafnanir, kröfur, spár eða jafnvel fullyrðingar um kosningar fyrr en stjórnarskráin gerir ráð fyrir vorið 2011 og er þá ýmist rætt um að kosið verði "sem fyrst á nýju ári" eða "eins fljótt og mögulegt er." Flestir virðast þó gera ráð fyrir vorkosningum 2009, þ.e. eftir u.þ.b. hálft ár.

 

Í ljósi þess að tveir stærstu flokkar landsins og sá elsti verða að líkindum allir þrír komnir með endanlega og afdráttarlausa stefnu fyrir 1. febrúar 2009 - eftir 2 1/2 mánuð - um að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB) (og fregnir eru auk þess um hugsanlegt endurmat á afstöðu gagnvart ESB innan stærsta stjórnarandstöðuflokksins) finnst mér líklegri spá félaga Friðriks um að þingkosningar fari ekki fram fyrr en eftir tæpt ár - að afloknum aðildarviðræðum Íslands við ESB.

 

Í ljósi yfirgnæfandi stuðnings þings og þjóðar við ESB-aðildarviðræður myndu þingkosningar fyrr - t.d. í vor eða fyrir páska - fyrst og fremst þjóna þeim tilgangi að endurnýja eða endurskoða umboð kjörinna fulltrúa þjóðarinnar - sem í kjölfarið munu semja um aðildarskilyrðin við ESB; auðvitað kann vel að vera að sú krafa komi fram og nái fram að ganga.

 

Annars er hér einnig raunhæf spá um tímaröð atvika í tengslum við væntanlegar ESB-aðildarviðræður sem er nú kannski nærtækari en þessi hálfs árs gamla spá mín þar sem gert var ráð fyrir tvöföldu þjóðaratkvæði sem er líklega óþarft.


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband