Hagsmunir neytenda eru að í stjórn sitji (ekki van)hæfir menn

Hér er um að ræða tímabæra áréttingu Páls Ásgrímssonar hdl. á því sem löngu á að vera ljóst - eins og ég bloggaði m.a. um fyrir réttum 5 mánuðum síðan; þar kemur fram að stjórnarsetubannið á jafnt við í kjölfar skilorðsbundins dóms. Í færslu minni segir einnig:

 

Hins vegar hefur verið spurt hvort réttaráhrif refsidóms á stjórnarmenn séu hin sömu ef hinn dæmdi stjórnarmaður á stóran hluta eða meiri hluta hlutafjár eða jafnvel allt hlutaféð. Því hefur verið svarað af lögspekingum að í slíkum tilvikum sé engin undantekning gerð í lögunum og virðast sumir undrast það. Ég tel að það sé af því að þeir gleyma að hluthafar eru ekki þeir einu sem eiga hagsmuna að gæta gagnvart hlutafélagi og stjórn þess. Meðal annarra hagsmunaaðila eru viðsemjendur þess - bæði starfsmenn, kröfuhafar (birgjar) og neytendur.  

 

Í tilvísaðri færslu minni frá 10. júní sl. er vísað til röksemda fyrir því að löggjafinn geri kröfur af þessu tagi til hlutafélaga,

 

þ.e. að kjarni laga um (einka)hlutafélög er takmörkuð ábyrgð eigenda gagnvart kröfuhöfum - þ.m.t. neytendum.

 

Ég tek undir með höfundi greinarinnar, Páli Ásgrímssyni hdl. (í Morgunblaðinu í dag, bls. 19) - bæði hvað varðar niðurstöðu og ítarlegar röksemdir, þ.e.a.s. að stjórnsýslan hefur ekki heimild til að víkja frá því skýra skilyrði löggjafans að í hlutafélögum sitji hæfir menn og ekki vanhæfir vegna refsidóma eða annars.


mbl.is Jón Ásgeir víki úr stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband