Kröfuhafi ræður för - en ekki að geðþótta

Að gefnu tilefni vegna frétta af innheimtustarfsemi er ástæða er til að árétta svar mitt á fundi hjá viðskiptanefnd Alþingis í gærmorgun þar sem spurt var út í málið að það er vitaskuld ávallt kröfuhafi - ekki fulltrúi hans í innheimtuaðgerðum (lögmaður eða innheimtufyrirtæki) - sem ræður för í innheimtu. Það gerir kröfuhafi annað hvort með fyrirmælum til innheimtuaðila eða með samningi við hann.

 

Aðgerðir þeirra og samningar sæta svo aðhaldi sýslumanns eða dómstóla þegar þangað er komið - en það aðhald væri virkara ef skuldarar nytu aðstoðar lögmanna í vörnum sínum; því lagði ég til á fundi hjá viðskiptanefnd Alþingis í gær - þegar ég var spurður um þessi mál á fundi um almenna stöðu neytenda og launafólks - að ríkisvaldið legði skuldurum í té lögfræðilega aðstoð; í því sambandi minnti ég á að oft hefur verið lagt fram til skrauts frumvarp um skylt efni, þ.e. um opinbera réttaraðstoð.

 

Aðhaldið felst m.a. í því að ekki má notast við dýrari innheimtuaðgerðir en réttlætanlegar eru miðað við kostnað samkvæmt þeirri meginreglu að tjónþola beri að takmarka tjón sitt. Frekara aðhald mun felast í innheimtulögum sem taka gildi 1. janúar nk. og viðskiptaráðherra beitti sér fyrir á síðasta þingi (og lagði reyndar til í frumvarpinu að það tæki gildi 1. nóvember, sl.). Þar eru mikilvægustu nýmælin skyldubundin innheimtuviðvörun áður en innheimtuferlið hefst og hámark á hóflegum innheimtukostnaði samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk. Góð ábending í niðurlaginu. Ég veit af þessum reglum en tvennt er að:

  1. Í fyrsta lagi er ég að tala um aðstoð við skuldara í einstöku innheimtuferli en ekki þegar komið er að fullnustu heildarskulda - gjaldþroti eða nauðasamningum en umrædd lög eru bundin við það: nauðasamninga.
  2. Í öðru lagi er þetta úrræði lítið notað og ekki nægilega gott; þess vegna er gott að viðskiptaráðherra er búinn að láta semja drög að frumvarpi um greiðsluaðlögun sem kemur sem félagslegt úrræði í stað gjalþrots eða nauðasamninga.

Gísli Tryggvason, 4.11.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband