Nógu góður fyrir konurnar?

Til hamingju. Ekki hef ég nú lesið eða heyrt allar fréttir jafn vel undanfarið - hvað þá íþróttafréttir - og læt jafnvel ekki eftir mér að horfa á konur spila fótbolta en mér fannst endilega ég hafa heyrt í gær eða fyrradag að Laugardalsvöllur væri vegna frosts óleikhæfur (eða hvað það heitir) vegna væntanlegs landsleiks.

 

Var hann samt talinn nógu góður fyrir konurnar?


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Dómarinn sem er kona taldi völlinn leikhæfan sem hann var, hvort heldur var fyrir konur eða karla.  Við höfum oft séð karlalið leika á snjóhuldum völlum í Austur Evrópu í UEFA og Champions keppnunum og jafnvel í kafaldshríð.    Sömuleiðis man ég eftir leikjum úr ensku deildinni þar sem krapi var á vellinum.     Því er óþarfi fyrir þig að hafa áhyggjur af jafnréttinu í fótboltanum hér - það eru næg önnur horn fyrir þig til að líta í t.d. launajafnrétti miðað við ábyrgð í bönkunum (bankastjórar ábyrgðarlausir á háum launum, galdkerar sem eru stöðugt með peninga milli handanna með miklu minna!!)

Ragnar Eiríksson, 30.10.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk fyrir svörin; kannski er ég ekki bara feministi - heldur líka paranoid í þágu aukins jafnréttis en ég starfaði í tæp 7 ár í þágu heildarsamtaka launafólks þar sem voru nærri 70% konur (BHM).

Gísli Tryggvason, 31.10.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband