New Deal?

Nú styttist samkvæmt fréttum í að peningamarkaðssjóðir og aðrir verðbréfasjóðir verði gerðir upp og úr þeim greitt til eigenda samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlitsins - en hvað með afganginn?

 

Þeirri hugmynd hefur verið skotið að mér að þeir sem skuldi íbúðarlán í bönkunum eigi að geta skuldajafnað gagnvart bankanum sem nemur tapinu í sjóðunum sem að vísu ætti að vera sjálfstæður lögaðili; það er hugsanlegt að því marki sem rökstyðja mætti bótakröfu vegna tapsins eins og kann að vera möguleiki í sumum tilvikum miðað við fréttir undanfarið.

 

Þá vaknar spurninginn um rétt þeirra sem eru í sömu aðstöðu hvað tapið varðar en skulda ekki íbúðarlán eða önnur lán í bankanum; mér datt í hug að þeir fengju í skaðabætur hlutabréf sem því næmi í nýju bönkunum sem að öðru leyti verða ríkisbankar a.m.k. fyrst um sinn miðað við ummæli bankamálaráðherra.

 

Hvað finnst neytendum um þær hugmyndir að skuldaafna tapi í slíkum sjóðum gagnvart íbúðarlánum eða fá síðar hlutabréf fyrir mismuninn?


mbl.is „Það er búið að þurrausa sjóðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta finnst mér vera sanngjörn hugmynd.

En segðu mér geta einstaklingar fengið skattahlunnindi sem vega upp á móti svona tapi? Hvernig eru reglurnar á því sviði?

Mbk,

Sveinn

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst sjálfsagt að leyfa eigi skuldajöfnun.  Hvað gera á gagnvart hinum er flóknara.  En hvað sem er gert, þá verður að draga eins mikið og hægt er úr tjóni almennings.

Marinó G. Njálsson, 19.10.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Tryggvi. Þetta er fín hugmynd, svona að óathuguðu máli en fljótt á litið finnst mér að þetta gæti orðið ásættanleg leið í þessum ömurlegu aðstæðum sem margir eru í nú þegar. Varðandi skattaafslátt í skattinum þá var það þannig að hægt var að sækja um ef áföll eða tap átti sér stað sem hægt var að færa rök fyrir t.d. ef einstaklingur þurfti að gangast við kröfum vegna sjálfskuldarábyrgðar og annarra áfalla sem heggur skörð í fjárhag fjölskyldna. Veit ekki hvernig þetta er núna en held að það sé óbreytt  Hitt er flóknara með þá sem skulda ekki en þeir eru eflaust ekki margir og ef flestir skuldajafna ætti að vera hægt að greiða hinum góðan hluta út. Það þarf að skjóta þessari hugmynd að Jóhönnu Sig..ráðherra  og athuga hvað hún segir. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:43

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Jú það er rétt, sem Sveinn spyr um og Kolbrún svarar, að til er lagaheimild í þessa veru og hljóðar svo en ég er ekki sérfræðingur í skattarétti og þori því ekki að fullyrða hvort þetta tap í sjóðunum fellur undir eignatjón eða tap á útistandandi kröfum í skilningi ákvæðsisins (http://www.althingi.is/lagas/135b/2003090.html):

"Skattstjóri skal taka til greina umsókn manns um lækkun tekjuskattsstofns þegar svo stendur á sem hér greinir: 
[...]

   5. Ef maður hefur orðið fyrir verulegu eignartjóni sem hann hefur ekki fengið bætt úr hendi annarra aðila.
   6. Ef gjaldþol manns hefur skerst verulega vegna tapa á útistandandi kröfum sem ekki stafa frá atvinnurekstri hans.

Nánari ákvæði um skilyrði fyrir framangreindum ívilnunum skulu sett af ríkisskattstjóra.2) Skattstjóri getur veitt ívilnanir samkvæmt þessari grein án umsóknar. Ákvörðun skattstjóra samkvæmt þessari grein má skjóta til ríkisskattstjóra sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. Ríkisskattstjóri skal sérstaklega fylgjast með ívilnunum, sem skattstjórar veita samkvæmt þessari grein, og sjá til þess að samræmis sé gætt og réttum reglum fylgt."

Þetta kann að gefa tilefni til að spyrja ríkisskattstjóra.

Gísli Tryggvason, 19.10.2008 kl. 18:58

5 Smámynd: Hilmar Einarsson

Það eru allir að gráta út af þessum sjóðum.  Það litla sem ég þekki til slíkra sjóða er þó nægilegt til þess að vita það að ávöxtun þeirra er ekki gefin og eignasamsetning misáhættusöm. 

Hvers vegna í ósköpunum eiga þeir sem fjárfesta í sjóðum, sem þeir vita fyrirfram að eru að einhverju leiti áhættu samir, að vera að krefjast þess að fá tapið bætt eftir einhverjum krókaleiðum.  

Hvað þá með einstaklinga, venjulegt fólk, jafnvel unglinga, sem fjárfestu hluta sparnaðarins beint í slíkum áhættupappírum í stað þess að fara í gegn um "sjóði".

Ég er að tala um "litlu" hluthafana í bönkunum.  Stóru hluthafarnir, "fjárfestarnir" hafa möguleika á að lágmarka skaðann með leikfymisæfingum í bókhaldi, fá frádráttarbært tap inn í rekstur- fyrir skatta.

Einstaklingarnir hafa enga slíka leið, og í umræðum síðustu daga virðist mér sem það sé litið á slíka "sparendur" sem hálfgerða krimmma, eða eins og fullmektugir jafnvel kalla þá "óreiðumenn".

Hvaða leiðir hefur venjulegt fólk til að lágmarka skaða sinn vegna slíks "sparnaðar" sem er í eigin nafni en ekki fyrirtækja?

Litlir hluthafar eru nefnilega líka fólk eins og þeir einstaklingar sem settu fjármuni í áhættusækna sjóði  og allir eru að aumka sig yfir núna. 

Hilmar Einarsson, 20.10.2008 kl. 00:05

6 Smámynd: Anna

Mjög góð hugmynd "hlutabréf" í nýjum banka sem stofnaður verður. Bróðir minn átti 3.000.000 sem hann hafði lagt fyrir til 67 ára aldurs í kaupþing.

Anna , 21.10.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Anna

Gísli, skoðaðu þetta blogg mjög áhugavert larahanna.blog.is

Anna , 21.10.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband