Barisi düsle

"Barisi düsle" þýðir "hugsa sér frið" á tyrknesku samkvæmt barmmerkjum á ýmsum tungumálum, sem ég og börnin fengum á laugardaginn í Viðeyjarferð um helgina í boði Yoko Ono að líta á friðarsúluna. Ég hef lengi haldið með Tyrkjum - auk okkar sjálfra - bæði í viðleitni þeirra til að komast í ESB og í framboðinu ásamt Austurríki í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

 

Stórþjóðin Tyrkland er nútímaleg og nauðsynleg brú milli austurs og vesturs, islam og hins kristna heims auk þess að vera rótgróið NATO-ríki með stærsta landher Evrópu ef ég man rétt. Tyrkjum hefur tekist ágætlega upp í seinni tíð með að feta lýðræðis- og umbótaveg með ESB-aðild sem raunhæft agn til skamms tíma og þrátt fyrir stöðuga ógn af enn einu valdaráni hersins. Stór minnihluti Kúrda (um 15%) er áberandi á ferðamannastöðum á borð við Marmaris og virðast þeir margir hollir tyrkneska ríkinu þrátt fyrir skærur í kúrdískum heimahéruðum við landamærin að Írak. Þá hefur ríkið færst nær nútímastjórnarháttum undir nokkuð styrkri stjórn AK-flokksins. Miðað við lestur minn um tyrkneska ríkið, sögu þess og stutt kynni af landinu á það t.a.m. mun meira erindi í ESB en Búlgaría sem ég heimsótti fyrir tveimur árum.

 

Miðað við aðstæður segi ég ekkert um okkar erindi en vona það besta síðdegis í dag þegar niðurstöður koma í ljós.


mbl.is Stóra stundin nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.