Takmörkuð ábyrgð hluthafa réttlætir afskipti ríkisins

Að gefnu tilefni vil ég gjarnan árétta eftirfarandi færslu mína um takmarkaða ábyrgð hlutafélaga - þó að tilefnið hafi þá ekki brunnið á mörgum, þ.e. fjölgun - jafnvel lögþvinguð fjölgun - kvenna í stjórnum fyrirtækja - sem við hefðum betur knúið í gegn áður en allt fór að hrynja ofan á okkur um sl. mánaðamót. Þar segir m.a.:

 

Ef á hinn bóginn er um að ræða hlutafélag eða einkahlutafélag má ekki gleyma því að kjarni laga um (einka)hlutafélög er takmörkuð ábyrgð eigenda gagnvart kröfuhöfum - þ.m.t. neytendum og launafólki - og þar með samfélaginu, eða eins og enskt heiti þeirra vísar til: Limited (liability), skammstafað "Ltd." Sjá hér færslu um "Unlimited." Venjulegir kröfuhafar - fyrirtæki og neytendur - missa þannig kröfu sína ef fyrirtækið reynist ekki eiga fyrir skuldbindingum. Með lögum um Ábyrgðarsjóð launa tekur samfélagið hins vegar að sér að greiða rétthærri kröfur, þ.e. vangreidd laun (en sjóðurinn er vissulega fjármagnaður með hlutfalli af tilteknum launaskatti, tryggingargjaldi; það breytir því ekki að allir greiða en aðeins sumir "njóta").

 

Eins og breska tímaritið Economist hefur bent á felur takmörkuð ábyrgð í sér að eigendurnir - sem hafa vissulega tekið áhættu - bera þó takmarkaða áhættu, bundna við hlutina; hlutaféð. Hluthafarnir bera aðeins takmarkaða ábyrgð - gagnvart neytendum og öðrum hluthöfum. Þetta er samfélagsleg gjöf til hlutafélaga - og þar með til hluthafa - og þess vegna má samfélagið gera kröfur á móti, með lögum. Síðast á laugardaginn var fjallaði Economist í leiðara með gagnrýnum hætti um afleiðingar hins frjálsa markaðar þannig að hluthafar græði þegar vel gengur en ríkið beri hluta af byrðinni:

 

...when the other investment bankers and their shareholders take on that extra bit of risk, knowing that they keep all the gains, but that the state will shoulder some of the losses?

 

Lesa alla færsluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband