"[...] brostnar forsendur..."

Athyglisvert er að þarna hafnar fráfarandi stjórn bankans meintri lagaröksemd ríkisins af sama tagi  og ég notaði ("forsendubrestur") í opinberri umsögn talsmanns neytenda í fyrrakvöld um frumvarp til neyðarlaga sem þá var til meðferðar í þinginu og eru nú grundvöllur þvingaðrar yfirtöku - bæði bankakerfis og íbúðarlána neytenda.

 

Í umsögninni sagði ég um þetta atriði til að rökstyðja fast gengi við yfirtöku íbúðarlána í erlendri mynt (eins og ítrekað var við félagsmálaráðuneytið í gær):

 

 

Nauðsynlegt að festa gengi íslensku krónunnar

Af framangreindum sökum telur talsmaður neytenda rétt að gengi íslensku krónunnar - sem hefur samkvæmt alþjóðlegum og innlendum fréttum ekki verið í eðlilegri verðmyndun síðan í síðustu viku - verði fastsett með sömu lögum sem heimila ríkisvæðingu bankakerfisins og íbúðarlána í heild. Er ljóst að gengishrun undanfarinna vikna í kjölfar gengisfalls undangenginna mánuða veldur framangreindum hagsmunum neytenda gríðarmiklu tjóni grípi löggjafinn ekki inn í samhliða þessari neyðarlöggjöf.

 

Að öðrum kosti telur talsmaður neytenda hugsanlegt að forsendubrestur hafi orðið hvað varðar þá samninga sem standa að baki framangreindum lánsviðskiptum - sem frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið yfirtaki.


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband