Neytendur njóta trygginga gagnvart innistæðum

Á vefsíðu talsmanns neytenda áréttaði ég í morgun að gefnu tilefni hvaða trygginga neytendur njóta sem eigendur sparifjár í bönkum - bæði lögbundins lágmarks (í dag rúmar 3 millj. kr. í hverjum banka eftir gengishrun krónunnar) og óbeinnar ríkisábyrgðar sem sýndi sig með yfirtöku ríkisins á Glitni banka í gær. Þar kemur einnig fram að hlutafé er áhættufjárfesting í eðli sínu og nýtur því ekki sömu verndar og bankainnistæður.

 

Sjá nánar frétt á vef talsmanns neytenda og upphaflega frétt frá í febrúar um lögbundnar lágmarkstryggingar.

 

Næsta verkefni ríkisins er að styrkja krónuna en gengisvísitalan nálgast 200!


mbl.is Erfiðir gjalddagar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.